Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 47
Samkvæmt 4. tl. 96. gr. starfsreglnanna getur EFTA-dómstóllinn óskað eftir
skýringum frá dómstólnum í aðildarríkinu þar sem beiðnin kemur fram. Tekið
er fram að slfk beiðni skuli vera á því tungumáli sem beiðni um álit er rituð á.
Þetta þýðir að EFTA-dómstóllinn yrði að setja fram slíkar óskir á íslensku, ef
um íslenskan dómstól væri að ræða og beiðni um ráðgefandi álit væri á
íslensku.
í 3. tl. 27. gr. starfsreglnanna kemur fram að málsmeðferðarskýrsla framsögu-
manns skuli vera til reiðu bæði á ensku og því tungumáli sem notað er við við-
komandi dómstól eða stofnun. Þá segir í 4. tl. 27. gr., að aðilum máls fyrir dóm-
stóli þeim, eða annarri stofnun með dómsvald, sem óskar álits, sé heimilt að
ávarpa EFTA-dómstólinn á því tungumáli, sem notað er við málsmeðferðina
fyrir þeim dómstóli, eða stofnun, sem í hlut á. Hið sama er um ávörp sem beint
er að þessum aðilum. Dómstóllinn sér um að til staðar séu túlkar. Ef aðili hyggst
notfæra sér þetta er þess krafist að hann tilkynni um það a.m.k. tveimur vikum
áður en munnleg málsmeðferð hefst. Af þessu ákvæði 4. tl. 27. gr. leiðir að
aðilar máls fyrir íslenskum dómstóli, sem sendir beiðni, geta flutt mál sitt á
íslensku ef þeir telja það henta sér betur. Þá geta þeir ennfremur farið fram á að
spurningar dómara verði þýddar á íslensku ef því er að skipta. Til þess að unnt
sé að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi túlkun á ensku þarf viðkomandi
að tilkynna um þessa fyrirætlan sína innan tilskilins frests. í 5. tl. 27. gr. kemur
síðan fram að álit dómstólsins skuli vera á því tungumáli, sem beiðnin var á og
á ensku. Tekið er fram að álitið sé jafngilt frumgagn á báðum tungumálunum.
í málsmeðferðarreglunum er ekki tekið sérstaklega fram að greinargerðir og
skriflegar athugasemdir frá aðilum geti verið á tungumáli því sem notað er við
viðkomandi dómstól. Verður þó að ætla, þegar ákvæði starfsreglnanna sem að
þessu lúta eru skoðuð í heild, að það sé heimilt.
5.5 Kostnaður
Álit EFTA-dómstólsins er aðilum að kostnaðarlausu. Hitt er ljóst að aðilar, og
aðrir sem að málinu koma, geta haft umtalsverðan kostnað af slíkri máls-
meðferð, svo sem vegna lögmannsaðstoðar, ferðalaga o.s.frv. Samkvæmt 5. ti.
97. gr. starfsreglnanna er það hlutverk þess dómstóls sem beiðni kemur frá, að
kveða á um kostnað sem leiðir af álitsbeiðni. Hér er aðeins átt við þann kostnað
sem aðilar málsins hafa af málsmeðferðinni, en ekki kostnað annarra sem
ákveðið hafa að leggja fram greinargerðir eða skriflegar athugasemdir og jafn-
vel mæta við flutning málsins. Af 5. tl. 97. gr. leiðir að dómstóll sem beðið
hefur um álit kveður á um kostnað sem leiðir af álitsbeiðni eins og hvern annan
málskostnað. Fer um það eftir almennum reglum á hvorum aðilanum slíkur
kostnaður lendir að lokum.
í E mgr. 4. gr. laga nr. 21/1994 er að finna heimild til þess að veita þeim aðila
gjafsókn sem ekki hefur krafíst álits. Þar segir, að hafi dómstóll ákveðið að leita
álits EFTA-dómstólsins, sé rétt að veita þeim aðila, sem ekki hefur krafist þess
að álits væri leitað, gjafsókn í þeim þætti málsins. Um skilyrði gjafsóknar gilda
151