Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 51
flokkaðir með ýmsum hætti, m.a. með tilliti til eignarréttarlegrar stöðu þeirra.1
Að sama skapi hefur hugtakið afréttur verið skilgreint með fleiri en einum
hætti, þó svo að leggja megi til grundvallar þá almennu skilgreiningu að afrétt-
ur í víðtækustu merkingu sé, hvers konar land utan byggðar, sem er eða hefur
verið nýtt til sumarbeitar fyrir sauðfé.2 Agreiningurinn er þó ekki bundinn við
afréttina sem slíka, því að vafi hefur einnig risið um réttarstöðu svokallaðra
almenninga og raunar fleiri landsvæða, sem liggja utan landfræðilegra marka
viðurkenndra eignarlanda. í stuttri grein sem þessari er hvorki tilefni né tök á
því að fara nánar út í fræðilega umfjöllun þessu tengda. Ástæða er þó til að
vekja athygli á því að það kann að standa til einföldunar við þessa umræðu að
leggja af hina fornu greiningu í eignarlönd, afrétti og almenninga og flokka land
þess í stað einfaldlega í eignarland í beinni merkingu annarsvegar og land í
annarskonar eignarhaldi hinsvegar.3
Enn sem komið er hefur löggjafinn ekki tekið á þeirri eignarréttarlegu
óvissu, sem þannig ríkir um stóran hluta landsins. Nokkrir dómar hafa á hinn
bóginn gengið, sem að einhverju leyti hafa almenna þýðingu við úrlausn álita-
efnisins.
Þann 3. nóvember 1994 gekk dómur Hæstaréttar í málinu nr. 247 1994:
Ákæruvaldið gegn Hreggviði S. Hendrikssyni og Rúnari Hreggviðssyni. For-
sendur og niðurstaða þess máls kunna að skipta nokkru máli í því eignarréttar-
lega „púsluspili“ sem hér er við að eiga og því full ástæða til að staldra nokkuð
við umrætt mál.
2. DÓMUR HÆSTARÉTTAR FRÁ 3. NÓVEMBER 1994
2.1 Málavextir
Tildrög máls þessa voru með þeim hætti, að sunnudaginn 25. október 1992
héldu feðgamir H og R til rjúpnaveiða í Hafrafelli sem er í svokölluðu Geitlandi
í Borgarfirði, vestan Langjökuls. Nánar tiltekið liggur Geitland milli Hvítár að
norðan, Geitár að vestan og Langjökuls að sunnan og austan. Hafa Hálsa- og
1 Sjá Karl Axelsson: „Um eignarhald á Biskupstungnaafrétti". Afmœlisrit Gizur
Bergsteinsson nírœður, Reykjavík 1992, bls. 79-82; Sigurð Líndal: „Eignarréttur á landi og
orkulindum", sérprentun úr skýrslu aðalfundar Sambands fsl. rafveitna 1983, bls. 14 og
áfram; Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum“. Afmœlisrit Gauk-
ur Jörundsson sextugur, Reykjavík 1994, bls. 568-572.
2 Sjá Gaukur Jörundsson: Eignaréttur, Reykjavík 1982-83, bls. 131; Karl Axelsson, sama
rit, bls. 78; Sigurður Líndal. sama rit, bls. 14 og Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 566.
3 í forsendum dóms Hæstaréttar, Hrd. 1994 117 í málinu: Hreppsnefnd Austur-Eyja-
fjallahrepps og fleiri gegn ferðafélaginu Útvist og fl., er hinsvegar að finna nýja flokkun, sem
ekki hefur sést áður, þegar rétturinn talar um mörk heimalanda, afrétta og hálendis. Sjá nánar
um þetta, Þorgeir Örlygsson, sama rit, bls. 550.
155