Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 55
Segja má að nokkrar línur hafi verið lagðar hér að lútandi í dómi Hrd. 1955
108, Landmannaafréttardóminum fyrri, sem svo hefur verið kallaður. Þar hafn-
aði Hæstiréttur því að aldalöng samnot býla í nærliggjandi hreppum á tilteknu
landsvæði (óbyggðu fjalllendi) til sumarbeitar, veiða og hugsanlegra annarra
þrengri nota, væri nægur grundvöllur beins eignarréttartilkalls þeirra eða við-
komandi hreppsfélaga. Var og komist að þeirri niðurstöðu að krefjendur viður-
kenningar beins eignarréttar hefðu ekki náð að sanna tilvist slrks réttar, hvorki
fyrir nám, löggerninga, hefð né með öðrum hœtti.
í svokölluðu Nýjabæjarafréttarmáli, Hrd. 1969 510 er krafan um áreiðan-
leika eða þýðingu löggemings, í þessu sambandi, mótuð nánar. Deilt var um
eignarrétt að landsvæði, sem náði allt frá Austurdal í Skagafirði, austur undir
vatnaskil norðan Sprengisands. í málinu lá m.a. fyrir afsal í frumriti frá 1464,
sem tók til hins umþrætta landsvæðis. Það taldi Hæstiréttur hinsvegar ekki full-
nægjandi eignarheimild og hafnaði kröfum aðila um viðurkenningu beins
eignarréttar. Var byggt á því að hvorugur málsaðila hefði fært fram gögn fyrir
fullkominni eignatöku, hvorki að fornu eða nýju, á hinu umþrætta landsvæði.
Yfírlýsingar í afsölum, sem eigi styddust við önnur gögn, væru ekki nægur
grundvöllur eignarréttartilkalls til örœfalandsvæðis þessa, eins og það var orð-
að í forsendum réttarins.
Tveimur árum síðar eða í Hrd. 1971 1137 lá á hinn bóginn fyrir Hæstarétti
að taka afstöðu til eignarréttarlegrar þýðingar máldaga, vísitasía og lögfestna
kirknanna í Reykholti og á Þingvöllum, en í málinu var m.a. deilt um eignarhald
á afréttarlandi Lunddælinga austan Reyðarvatns.8 Leiddi hreppurinn heimildir
sínar til umrædds landsvæðis frá fyrmefndum kirkjum. Segir í forsendum
Hæstaréttar að af umræddum gögnum yrði ekki ráðið hvort lönd Lundarreykja-
dalshrepps á framangreindu svæði væru háð beinum eignarrétti eða aðeins
afréttareign. Var málið að öðru leyti ekki talið fullreifað um þetta atriði.9 í sama
máli var komist að ótvíræðri jákvæðri niðurstöðu um eignarréttartilkall Anda-
kílshrepps til afréttarlands síns Gullberastaðatungu, en það landsvæði hafði
áður verið hluti af bújörðinni Gullberastöðum.
Ennfremur kemur til skoðunar í þessu sambandi Hrd. 1981 1584, Land-
mannaafréttardómurinn síðari, sem svo hefur stundum verið nefndur. I því máli
var á ný tekist á um eignarrétt að umræddum Landmannafrétti, sbr. Hrd. 1955
108. Fyrri niðurstaða um eignarréttartilkall hreppsfélaganna og jarðeigenda var
8 Um sama mál var fjallað í frávísunardómi Hæstaréttar frá 1967, Hrd. 1967 916.
9 í Lyfrd. (yngri) V 327 hafði verið komist að hliðstæðri niðurstöðu, en þar var því hafnað
að eignarréttartilkall Hjarðarholtskirkju til landsvæðisins Hellistungna, ofan Norðurárdals,
yrði reist á vísitasíum kirkjunnar og lögfestum, enda væri þar um að ræða: skrásetning þess,
er umráðamenn eða eigendur kirkjunnar hafa einhliða viljað telja eign hennar. Sjá hinsveg-
ar aðra niðurstöðu í Lyfrd. (eldri) VII 223, varðandi afréttarlandið Bleiksmýrardal, austan
Fnjóskár.
159