Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 56

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 56
staðfest en jafnframt var eignarréttartilkalli ríkisins nú hafnað.10 Hinsvegar var tekið fram að til þess bærir handhafar ríkisvalds gætu sett reglur um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Ekki er hægt að segja að um fleiri verulega þýðingarmikla hæstaréttardóma sé að ræða á þessu réttarsviði, sem eitthvað afgerandi verður ráðið af um kröf- ur til eignarheimilda í þessu sambandi.* 11 I lok þessarar athugunar á afstöðu til eignarheimilda er ástæða til að geta fjölskipaðs dóms aukadómþings Arnes- sýslu frá 1980 í máli nr. 11/1976, þar sem deilt var um réttmæti eignarréttartil- kalls Bræðratungukirkju til svokallaðrar Tunguheiðar, sem liggur ofan byggðar í Biskupstungum. Þar var fallist á eignarréttartilkall kirkjunnar til „heiðarinn- ar“, en sú niðurstaða byggðist á „eignarheimildum“ á borð við lögfestur og vísi- tasíugerðir, auk upplýsinga úr jarðabók og fasteignamatsbókum. í niðurstöðum dómsins kom fram að ekki lægi fyrir hvemig Tunguheiði hefði orðið eign kirkjunnar, en hinsvegar benti landfræðileg lega heiðarinnar, miðað við afrétt og lönd jarða í Biskupstungum, fremur til þess, að um eignarland en afrétt væri að rœða. Má segja að þarna sé komist að öndverðri niðurstöðu um þýðingu lög- festa og skyldra gagna, miðað við Hrd. 1971 1137, en á hinn bóginn virðist landfræðileg lega hafa áhrif á hina eignarréttarlegu niðurstöðu, samanber og vísbendingu um sambærileg sjónarmið í forsendum Hæstaréttar í Hrd. 1969 510. 4. BREYTIR GEITLANSDÓMURINN RÉTTARSTÖÐUNNI? Eftir að hafa farið yfir og skoðað kröfur dómstóla til eignarheimilda liggur næst fyrir að meta hvort og þá hverju niðurstaða Hæstaréttar frá 3. nóvember sl. í „Geitlandsmálinu“ kunni að breyta. Fyrst af öllu verður að líta til þess að um opinbert mál var að ræða og sönn- unarbyrðin því alfarið lögð á ákæruvaldið, um tilvist þess eignarhalds, sem málareksturinn var byggður á, sbr. 45. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála, sem Hæstiréttur vísar raunar sérstaklega til. Það er þannig ekki gef- ið að sönnunarmatið yrði eins í venjulegu einkamáli, þar sem reyndi á þýðingu viðkomandi eignarheimilda. Að auki verður að líta til þess, að hinir meintu eig- 10 í Lyfrd. (yngri) I 61 (eignarréttur að Vilborgarkoti) hafði því verið hafnað að land sem enginn ætti félli sjálfkrafa undir eignarráð ríkisins. Er sú réttarstaða raunar staðfest með Hrd. 1981 1584. 11 Sjá þó Hrd. 1975 55 um landamerkjaágreining á Amarvatnsheiði og Hrd. 1987 1656 um upprekstrarrétt á Flateyjardalsheiði í Suður Þingeyjarsýslu. Sjá ennfremur frávísunardóma Hæstaréttar, Hrd. 1994 36, í málinu Bólstaðahlíðarhreppur og fleiri gegn óþekktum rétthöf- um yfir Eyvindarstaðaheiði og Hrd. 1994 39, í málinu Svínavatnshreppur og fleiri gegn óþekktum rétthöfum yfir Auðkúluheiði. Loks má benda á fyrmefndan frávísunardóm, Hrd. 1994 117.1 engu þessara mála er þó beinlínis tekið á spumingunni um tilvist beins eignarréttar. 160
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.