Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 60
Magnússonar og Páls Vídalín, frá því skömmu eftir aldamótin 1700, segir að
ekki hafi verið byggð í Geitlandi í manna minnum.21 Hvað heimildir um sauð-
fjárbeit á svæðinu varðar, þá er til dómur frá 1596, þar sem tekið er á upprekstri
tiltekinna aðila í Geitland, sem Reykholtskirkjumenn töldu óheimilan, enda í
óþökk þeirra. Er kveðið á um það í niðurstöðu dómsins að Geitland sé eign
Reykholtskirkju, eins og það er beinlínis orðað, en hinsvegar er í dómnum við-
urkennt ítak annars aðila.22 í Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalín segir
að Reykholtsstaður brúki landið til upprekstrar fyrir lömb og geldfé. Er afrétt-
artollur þá eitt lamb af hveijum rekstri.23 í yngri heimildum, frásögn Kristleifs
Þorsteinssonar frá Stóra Kroppi, kemur fram að Borgfirðingar nýti Geitland
sem afrétt, bæði fyrir lömb og geldfé, þótt sltkur upprekstur virðist hafa lagst af
á seinni hluta 19. aldar. Segir Kristleifur að leiga Reykholtskirkju fyrir Geitland
hafi verið veturgömul gimbur.24 Þrátt fyrir að fyrirliggjandi gögn bendi þannig
til þess að landnýting í Geitlandi hafi að mestu þróast yfir í upprekstur og beit,
þá liggja þó fyrir heimildir um fjölþættari nýtingu Geitlands. í Geitlandi var
kvarnsteinanáma, sem nýtt var fram undir lok 19. aldar, þar var mikið og gott
fjallagrasaland, einiber vom tínd til brennivínsgerðar, auk fjölþættari nýtingar.25
Ekki liggja fyrir glöggar upplýsingar um það, hvernig háttað hefur verið
greiðslu eða endurgjaldi fyrir önnur afnot Geitlands en beitina. Raunar virðist
Geitland að einhverju leyti hafa verið nýtt frá Húsafelli, en þá verður að líta til
þess að jörðin Húsafell var eign Reykholtskirkju á síðari tímum. Ekki er gefið
að heimildir um framangreind afnot eða önnur afnot af Geitlandi breyti hinu
eignarréttarlega mati á svæðinu, þó svo telja verði að slíkar heimildir styrki
sjónarmið um víðtækara eignarhald Reykholtskirkju. Þó á það aðeins við ef kirkj-
an hefur talið slíkt til eignarréttinda sinna og nýtingin farið fram í skjóli eða sam-
kvæmt heimildum forráðamanna hennar. Ekki em nein tök á því að kanna þetta
atriði nánar, enda ekki verkefni þessarar greinar að komast að neinni endanlegri,
efnislegri niðurstöðu um eignarhald á Geitlandi, heldur eingöngu að kanna þýð-
ingu umrædds hæstaréttardóms fyrir almennar sönnunarkröfur á þessu sviði.
21 Árni Magnússon og Páll Vídalín: Jarðabók 4. bindi, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, Kaup-
mannahöfn 1925 og 1927, bls. 258.
22 Alþingisbœkur íslands, 3. bindi, Reykjavík 1917, bls. 420-421.
23 Árni Magnússon og Páll Vídalín, sama rit, bls. 231 og 258. Raunar er tilgreining Jarða-
bókarinnar á stöðu Reykholts nokkuð misvísandi. í umfjöllun um Reykholtsstað segir ein-
göngu að staðurinn eigi geidfjárupprekstur og afrétt í Geitlandi og heimili þangað upprekstur
gegn greiðslu afréttartolls, sbr. bls. 231. í sjálfstæðri umfjöllun um Geitland segir beinlínis að
iandið eigi Reykholtsstaður og nýti til upprekstrar, sbr. bls. 258.
24 Kristleifur Þorsteinsson, sama rit, bls. 15.
25 Kristleifur Þorsteinsson, sama rit, bls. 16-22. Um Geitland, landshagi og landsnytjar sjá
ennfremur, Harald Sigurðsson: „Borgarfjarðarsýsla norðan Skarðsheiðar". Árbók Ferða-
félags íslands 1954, bls. 94-95 og Þorstein Þorsteinsson: „Húsafell, Geitland, Kalmanns-
tunga, Hallmundarhraun“. Árbók Ferðafélags íslands 1988, bls. 36-40.
164