Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 11
meðferð á málum hjá ESA, þ.e. hvort einhverjir séu þeir gallar á ákvörðun að leiði til ógildingar hennar, en síður um efnisatriði þau sem ákvörðunin lýtur að, nema haldið sé fram brotum gegn EES-samningnum eða öðrum samningum og afleiddum réttarreglum, eða því að byggt hafi verið á ómálefnalegum sjónar- miðum.11 I málum sem höfðuð eru af Eftirlitsstofnun EFTA á hendur EFTA- ríki vegna meints brots á samningsskuldbindingum ríkisins beinist rannsókn málsins og málflutningur aðila hins vegar bæði að lagaatriðum og þeim staðreyndum sem slá þarf föstum svo að skorið verði úr því álitaefni sem fyrir liggur. 3. Málsforræði, sakarforræði og rannsóknarregla Enda þótt málsmeðferðarreglur EFTA-dómstólsins endurspegli í megin- atriðum þær réttarfarsreglur sem byggt er á í rétti aðildarríkjanna, m.a. um máls- og sakarforræði, hefur sérstakt eðli EES-samningsins og sérstakt hlutverk EFTA-dómstólsins þó áhrif á þær reglur sem eiga við um meðferð mála fyrir dómstólnum. Þó að málshraðaregla og málsforræðisregla takmarki rétt aðila málsins til að koma að sönnunargögnum, málsástæðum og lagarökum, sbr. 37. gr. starfsreglnanna, og yfirlýsingar um ráðstafanir á sakarefni geti haft sam- bærileg áhrif og fyrir dómstóli aðildarríkis verður þó almennt að telja að þessar reglur takmarki rannsóknarskyldu dómstólsins og möguleika á lögskýringum minna en tíðkast í landsrétti. EFTA-dómstóllinn hefur stundum vísað til málsforræðis aðila í þeim málum sem komið hafa til kasta dómstólsins, a.m.k. til fyllingar öðrum röksemdum.12 Það er þó ljóst að röksemdir þessar leikast alltaf á við rannsóknarregluna og þau sjónarmið sem dómstóllinn telur sér skylt að beita og byggjast á sjónarmiðum um rétta skýringu EES-réttarins og sjálfstæða túlkun EFTA-dómstólsins á réttarheimildum EES-réttar.13 Hafa sjónarmið um sérstakt eðli EES-réttarins og sérstakar túlkunarleiðir sem viðurkenndar eru á þessu sviði mikið vægi við úrlausn einstakra mála. Það er meginhlutverk dómstólsins að skýra EES-réttinn og taka mið af markmiðum samningsins við skýringar á ákvæðum hans. Samkvæmt inngangi að EES-samningnum skuldbinda samningsaðilar sig til að stefna að því að ná fram samræmdri túlkun og beitingu samningsins og þeirra ákvæða EB-réttarins 11 í máli E-2/94 (Laxamál), reyndi á reglur um rökstuðning ákvarðana, og var ákvörðun ESA í því máli felld úr gildi vegna þess að hún uppfyllti ekki formkröfur um rökstuðning. 12 Dæmi um þetta er dómur í sameinuðum málum E-8 og 9/94 (Mattel og Lego), REC 1994- 95, bls. 115.1 15. málsgr. (bls. 119) vísar dómstóllinn m.a. til þess að hvorugur aðila málsins fyrir norska markaðsráðinu hafi dregið í efa að ráðið væri bært til þess að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. 13 Sjá reifun á dómum dómstólsins í máli E-l/94, (Restamark), og í sameinuðum málum E- 8 og 9/94, (Mattel og Lego), en í báðum þessum málum beitti EFTA-dómstóllinn sjálfstæðri skýringu á hugtakinu „dómstóll” og tók fram að skýring hugtaksins í landsrétti hefði ekki úrslitaþýðingu um það hvemig það yrði túlkað af EFTA-dómstólnum. 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.