Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 42
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki um rétt launþega til elli- og örorkulífeyris eða eftirlifendabóta þegar um er að ræða viðbótarlífeyrissjóði fyrir eina og fleiri starfs- stéttir sem eru utan lögskipaðra almannatryggingakerfa í aðildarríkjunum. Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda hagsmuni launþega og hagsmuni þeirra sem starfa ekki lengur við atvinnurekstur afsalsgjafa á þeim tíma sem gengið er frá eigendaskiptum í skilningi 1. mgr. 1. gr., varðandi áunninn eða væntan- legan rétt þeirra til lífeyris, að meðtöldum eftirlifendabótum í viðbótarlífeyrissjóðum þeim sem um getur í undanfarandi undirgrein. Spurning norska dómstólsins laut að því hvort undantekningarákvæðið í fyrsta málslið 3. mgr. 3. gr. ætti aðeins við um greiðslu lífeyris frá lífeyristrygg- ingum þeim sem greinin fjallar um eða hvort greiðsla iðgjalda væri einnig undanþegin ákvæðum 1. og 2. mgr. 3. gr. Það myndi leiða til þess að skylda fyrri vinnuveitanda til greiðslu iðgjalda byndi ekki nýjan vinnuveitanda. Stefn- andi málsins fyrir norska dómstólnum, Eidesund, sem og Eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn EB að nokkru héldu því fram að skýra ætti undantekningarákvæðið þröngt, þannig að það ætti eingöngu við um rétt til greiðslu lífeyris frá lífeyristryggingum þessum. Því til stuðnings var vísað til tilgangs tilskipunarinnar sem og til þeirrar lögskýringarreglu að undantekn- ingarákvæði skyldu skýrð þröngt. Þá var tekið fram að slíkur hefði verið skilningur norska löggjafans þegar ákvæði tilskipunarinnar voru innleidd í norskan rétt. Var bent á að í greinargerð með frumvarpi til norsku breytingar- laganna hefði það verið tekið fram með skýrum hætti að skylda til að greiða iðgjöld til slíkra trygginga færðist til nýs vinnuveitanda. Af hálfu ríkisstjórnar Bretlands var því hins vegar haldið fram að ekki yrði skilið á milli greiðslu iðgjalda og uppsöfnunar réttinda samkvæmt lífeyristryggingum og félli því hvort tveggja undir undantekningarákvæðið í fyrsta málslið 3. mgr. 3. gr. EFTA-dómstóllinn tók fram að greiðsla lífeyris félli óumdeilanlega undir fyrsta málslið 3. mgr. 3. gr. en vafí væri um skyldu til greiðslu iðgjalda. Niður- staða dómsins var að frá orðalagi fyrsta og annars málsliðar 3. mgr. 3. gr., í samhengi við meginregluna í 1. mgr. 3. gr. yrði ályktað að öll réttindi og skyld- ur sem tengdust lífeyristryggingum þessum hefðu verið undanþegin ákvæðum tilskipunarinnar. Enda þótt ekki væri hægt að álykta með óyggjandi hætti frá undirbúningsgögnum tilskipunarinnar að þetta hefði verið tilgangurinn er til- skipunin var sett bentu þó lögskýringargögn til þessarar niðurstöðu sem og það að 3. mgr. 3. gr., eins og hún var endanlega orðuð, var bætt inn í texta tilskip- unarinnar á síðustu stigum málsmeðferðarinnar. Dómstóllinn tók fram að EB-dómstóllinn hefði slegið fastri þeirri lögskýr- ingarreglu að skýra skuli undantekningarákvæði þröngt. Þá hefði EFTA-dóm- stóllinn beitt sömu meginreglu í máli E-l/95 (Samuelsson). Lögskýringarregla þessi yrði þó að víkja ef niðurstaða leiddi til þess að lagaregla hefði lítið sem ekkert inntak eftir slíka lögskýringu. Niðurstaða dómsins var að 3. mgr. 3. gr. yrði að skýra með þeim hætti að nýj- um vinnuveitanda bæri ekki skylda til að tryggja frekari uppsöfnun ellilífeyris, 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.