Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 42
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki um rétt launþega til elli- og örorkulífeyris eða
eftirlifendabóta þegar um er að ræða viðbótarlífeyrissjóði fyrir eina og fleiri starfs-
stéttir sem eru utan lögskipaðra almannatryggingakerfa í aðildarríkjunum.
Aðildarríkin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda hagsmuni launþega og
hagsmuni þeirra sem starfa ekki lengur við atvinnurekstur afsalsgjafa á þeim tíma sem
gengið er frá eigendaskiptum í skilningi 1. mgr. 1. gr., varðandi áunninn eða væntan-
legan rétt þeirra til lífeyris, að meðtöldum eftirlifendabótum í viðbótarlífeyrissjóðum
þeim sem um getur í undanfarandi undirgrein.
Spurning norska dómstólsins laut að því hvort undantekningarákvæðið í
fyrsta málslið 3. mgr. 3. gr. ætti aðeins við um greiðslu lífeyris frá lífeyristrygg-
ingum þeim sem greinin fjallar um eða hvort greiðsla iðgjalda væri einnig
undanþegin ákvæðum 1. og 2. mgr. 3. gr. Það myndi leiða til þess að skylda
fyrri vinnuveitanda til greiðslu iðgjalda byndi ekki nýjan vinnuveitanda. Stefn-
andi málsins fyrir norska dómstólnum, Eidesund, sem og Eftirlitsstofnun
EFTA og framkvæmdastjórn EB að nokkru héldu því fram að skýra ætti
undantekningarákvæðið þröngt, þannig að það ætti eingöngu við um rétt til
greiðslu lífeyris frá lífeyristryggingum þessum. Því til stuðnings var vísað til
tilgangs tilskipunarinnar sem og til þeirrar lögskýringarreglu að undantekn-
ingarákvæði skyldu skýrð þröngt. Þá var tekið fram að slíkur hefði verið
skilningur norska löggjafans þegar ákvæði tilskipunarinnar voru innleidd í
norskan rétt. Var bent á að í greinargerð með frumvarpi til norsku breytingar-
laganna hefði það verið tekið fram með skýrum hætti að skylda til að greiða
iðgjöld til slíkra trygginga færðist til nýs vinnuveitanda. Af hálfu ríkisstjórnar
Bretlands var því hins vegar haldið fram að ekki yrði skilið á milli greiðslu
iðgjalda og uppsöfnunar réttinda samkvæmt lífeyristryggingum og félli því
hvort tveggja undir undantekningarákvæðið í fyrsta málslið 3. mgr. 3. gr.
EFTA-dómstóllinn tók fram að greiðsla lífeyris félli óumdeilanlega undir
fyrsta málslið 3. mgr. 3. gr. en vafí væri um skyldu til greiðslu iðgjalda. Niður-
staða dómsins var að frá orðalagi fyrsta og annars málsliðar 3. mgr. 3. gr., í
samhengi við meginregluna í 1. mgr. 3. gr. yrði ályktað að öll réttindi og skyld-
ur sem tengdust lífeyristryggingum þessum hefðu verið undanþegin ákvæðum
tilskipunarinnar. Enda þótt ekki væri hægt að álykta með óyggjandi hætti frá
undirbúningsgögnum tilskipunarinnar að þetta hefði verið tilgangurinn er til-
skipunin var sett bentu þó lögskýringargögn til þessarar niðurstöðu sem og það
að 3. mgr. 3. gr., eins og hún var endanlega orðuð, var bætt inn í texta tilskip-
unarinnar á síðustu stigum málsmeðferðarinnar.
Dómstóllinn tók fram að EB-dómstóllinn hefði slegið fastri þeirri lögskýr-
ingarreglu að skýra skuli undantekningarákvæði þröngt. Þá hefði EFTA-dóm-
stóllinn beitt sömu meginreglu í máli E-l/95 (Samuelsson). Lögskýringarregla
þessi yrði þó að víkja ef niðurstaða leiddi til þess að lagaregla hefði lítið sem
ekkert inntak eftir slíka lögskýringu.
Niðurstaða dómsins var að 3. mgr. 3. gr. yrði að skýra með þeim hætti að nýj-
um vinnuveitanda bæri ekki skylda til að tryggja frekari uppsöfnun ellilífeyris,
178