Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 36
sem í sænsku lögunum var að finna. í því ákvæði var greiðsla úr ábyrgðarsjóði útilokuð við ákveðnar aðstæður, án þess þó að sýna þyrfti fram á að um væri að ræða raunverulega misnotkun í einstökum tilfellum eins og áskilið er í EB- tilskipuninni. Dómurinn staðfestir ennfremur að EFTA-dómstóllinn er trúr fordæmum EB-dómstólsins. Sérstaka athygli vekur tilvísun til Leclerc-Siplec málsins, en sá dómur var kveðinn upp eftir undirritun EES-samningins, sbr. 6. gr. hans. Er ekki gerður sérstakur fyrirvari um fordæmisgildi dómsins vegna þessa.47 Staðfestir dómurinn því það sem áður hefur komið fram að óljós munur er á fordæmisgildi dóma eftir því hvort þeir eru kveðnir upp fyrir eða eftir undirritunardag EES-samningsins, sbr. 6. gr. hans. Astæða er einnig til að vekja sérstaka athygli á því að EFTA-dómstóllinn telur sig hafa takmarkað svigrúm til að hnekkja mati dómstóls aðildarríkis, sem sendir beiðni um álit, á því hvort þörf er á ráðgefandi áliti frá dómstólnum til úrlausnar máli. Vekja má athygli á þeirri málsástæðu sænska ríkisins að sænski dómstóllinn hefði ekki not fyrir álit EFTA-dómstólsins þar sem sænska lagaákvæðið væri svo skýrt að það veitti ekki svigrúm til túlkunar. Túlkun EFTA-dómstólsins á ákvæði tilskipunarinnar gæti ekki breytt neinu um það að sænski dómstóllinn yrði að beita reglu sænsku laganna jafnvel þótt hún reyndist andstæð ákvæði tilskipunarinnar. Tilskipunin hefði ekki lagagildi í Svíþjóð svo lengi sem hún hefði ekki verið innleidd í sænska löggjöf með réttum hætti. Sænskir dómstólar yrðu að fara eftir sænskum lögum. I niðurstöðu sinni taldi EFTA-dómstóllinn það ekki hlutverk sitt að meta hvort sú stofnun sem sendi beiðni hefði raunveruleg not fyrir álitið eða ekki og fór því ekki frekar út í þessa málsástæðu. í athugasemdum sínum kom sænska rrkið þó inn á mjög áhugaverða þætti sem varða EES-samninginn og eðli þeirra skuldbindinga sem hann hefur í för með sér. í athugasemdum sænska ríkisins endurspeglast sú afstaða að sænskir dómstólar gætu ekki lagt ákvæði tilskipunarinnar, eins og þau væru túlkuð af EFTA-dómstólnum, til grundvallar niðurstöðu sinni, að svo miklu leyti sem þau væru andstæð gildandi sænskum lögum. Breytti engu í því sambandi þótt slík niðurstaða fæli í sér brot á þeirri þjóðréttarskuldbindingu sænska ríkisins að innleiða ákvæði tilskipunarinnar í sænskan rétt. Varpa má fram þeirri spurningu hvemig íslenskir dómstólar brygðust við þessu álitaefni og hvert yrði vægi hinnar þjóðréttarlegu skuldbindingar við þessar aðstæður.48 47 Til þessa dóms er er einnig vísað í sameinuðum málum E-8 og E-9/94 (Mattel og Lego). 48 Að þessu álitaefni er m.a. vikið í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar um tengsl EES-réttar og landsréttar, sbr. Úlfljótur 2. tbl. 1995, einkum bls. 160 o.áfr. Meginniðurstaðan er orðuð þannig á bls. 165: „Niðurstaðan .... er sú að EES-rétturinn haft fólgna í sér vissa þætti sem gera það að verkum að gera megi ráð fyrir að slíkar þjóðréttarreglur, þótt ekki hafi verið innleiddar, geti haft meira vægi en hefðbundin sjónarmið um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar gera ráð fyrir, og að til lengri tíma litið muni EES-samningurinn leiða til frekara fráhvarfs frá kenningunni um tvíeðli”. Um frekari greinargerð um þetta álitaefni og rökin fyrir þessari niðurstöðu vísast til greinarinnar sem vitnað var til. Undirstrika má að hér er um mikið álita- efni að ræða og að framangreind niðurstaða er ekki einhlít. 172

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.