Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 53
„óveruleg“, með það að markmiði að komast hjá að breyta skipulagi samkvæmt meginreglunni og þeirri vönduðu, en jafnframt tímafreku málsmeðferð, sem hún felur í sér, hefur sveitarstjórn byggt ákvörðun sína um meðferð máls á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða og misbeitt þannig valdi sínu við val á leiðum til úrlausnar máls. Þegar brotið er í bága við þessa óskráðu meginreglu við skipulagsbreytingu með þessum hætti getur það valdið ógildingu skipu- lagsbreytingarinnar.10 4. STARFSLOK OPINBERS STARFSMANNS 4.1 Inngangur Hætta á misbeitingu valds við val á leiðum hefur veigamikla þýðingu þegar tekin er ákvörðun um starfslok opinbers starfsmanns. í því sambandi skiptir höfuðmáli, hver ástœða starfslokanna er. Ef ástæðan fyrir starfslokum starfs- manns er brot hans á starfsskyldum sínum, hefur stjórnvald almennt ekki val um það, í hvaða farveg málið er lagt.11 Að þessu leyti setja lög stjómunar- heimildum yfirmanna í starfsmannamálum þýðingarmikil mörk. Það ræðst af því, um hvers konar starfsmann er að ræða, hvaða lögum ber að fylgja við uppsögn eða frávikningu starfsmanns í tilefni af broti hans á starfs- skyldum sínum. Varði slíkt mál embættismann, ber að fara með það skv. 21. gr. og 6. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Snerti slíkt mál aðra ríkisstarfsmenn en embættismenn (almenna ríkisstarfsmenn), ber að fara með málið skv. 44. gr., sbr. 21. gr. laga nr. 70/1996. Þegar slík mál varða opinbera starfsmenn sveitarfélaga, er það sérstakt rannsóknarefni hverju sinni hvaða reglur gildi í hlutaðeigandi sveitarfélagi um starfsmenn þess. í samþykktum sveitarfél- aga eru oft eyðutilvísanir til laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna rfkisins.1 - Snerti slrkt mál aftur á móti kennara eða skólastjómanda grannskóla, ber að fara með málið skv. 7.-11. gr. laga nr. 72/1996, um réttindi og skyldur kennara og skólastjómenda grunnskóla, en þau eru nánast samhljóða ákvæðum laga nr. 38/1954. í öllum framangreindum tilvikum ber að fylgja ákvæðum 10 Christensen, B., Forvaltningsret-Opgaver, hjemmel, organisation, bls. 218-219 og sami höfundur: Forvaitningsret-Domstolsprpvelse afforvaltningsakter, bls. 100. 11 Sbr. dóm Hæstaréttar frá 11. maí 1995 og til hliðsjónar FOB 1987:192. 12 Sjá t.d. 1. mgr. 66. gr. samþykktar nr. 372/1996, um stjóm ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjómar, en þar segir: „Fastráðnir starfsmenn bæjarfélagsins skulu ráðnir til óákveðins tíma með gagnkvæmum 3 mánaða uppsagnarfresti miðað við mánaðamót. Þeir hafa réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sbr. lög nr. 38/1954 eftir því sem við á”. Eyðutilvísanir í samþykktum sveitarfélaga til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem settar voru fyrir 1. júlí 1996, ber almennt að skýra svo að þær vísi til laga nr. 38/1954, sem þá vom í gildi, enda þótt númer þeirra laga sé ekki tekið fram. Lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem gildi tóku 1. júlí 1996, gilda ekki um starfs- menn sveitarfélaga, sbr. 1. gr. laganna. Af þeim sökum svo og vegna meginreglunnar um sjálfsstjóm sveitarfélaga standa slíkar eyðutilvísanir óbreyttar og vísa áfram til laga nr. 38/1954 eða allt þar til sveitarstjórn hefur sjálf tekið löglega ákvörðun um breytingu á samþykktum sínum. 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.