Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 58
maður ætti þess ekki lengur kost að gegna stöðu sinni vegna atvika, sem ekki yrðu rakin til starfsmannsins sjálfs. Með lausn úr stöðu væri hins vegar átt við þau til- vik, þegar stjómvaldi væri heimilt að víkja starfsmanni frá störfum vegna tiltek- inna ávirðinga starfsmannsins. Með tilliti til þeirra upplýsinga, sem lágu fyrir um aðdragandann að þeirri ákvörðun samgönguráðuneytisins að leggja niður hlutað- eigandi starf, þótti umboðsmanni ekki annað verða séð en þar hefði mestu ráðið samskiptaörðugleikar starfsmannsins og yfírmanns hans, og álit hins síðamefnda um óhlýðni starfsmannsins við fyrirmæli hans. Þá var það álit yfirmanna starfs- mannsins, að hann græfi undan stofnuninni með umtali sínu utan og innan hennar. Með hliðsjón af þessum aðdraganda að starfslokum umrædds starfsmanns og fyrr- greindum meginsjónarmiðum við skýringu ákvæða starfsmannalaga taldi umboðs- maður, að umrædd staða hefði ekki verið lögð niður í skilningi 14. gr. starfsmanna- laga. Hefði því borið að fara með málið skv. 7.-13. gr. starfsmannalaga úr því yfir- menn starfsmannsins töldu hann hafa gerst brotlegan við starfsskyldur sínar. í áliti sínu áréttaði umboðsmaður sérstaklega, að það leiddi augljóslega til mikillar skerðingar á lögvörðum réttindum skipaðra nkisstarfsmanna og væri til þess fallið að rýra starfsöryggi þeirra, ef stjómvöld ættu óheft mat á því hver tilvik féllu undir niðurlagningu stöðu í skilningi 14. gr. starfsmannalaga. Með því væri opnuð leið til að fara kringum óffávíkjanlegar reglur um lausn úr starfi og um þær afleiðingar, sem ólögmæt frávikning gæti haft í för með sér. Þótt slíkt hefði sjálfsagt ekki vakað fyrir stjómvöldum, gæti það ekki breytt neinu um þá niðurstöðu, að ólöglega hefði verið að því staðið, þegar umræddur starfsmaður var látinn hætta störfum. I framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis höfðaði starfsmaðurinn mál til greiðslu bóta. Það var niðurstaða héraðsdóms, að þegar niðurlagning á stöðunni væri skoðuð í ljósi alls þess, sem á undan var gengið varðandi starf hans, yrði að telja að staðan hefði ekki verið lögð niður í þeim skilningi, sem leggja bæri í 1. mgr. 14. gr. starfsmannalaga. Fyrst vilji hefði verið til þess að víkja starfs- manninum úr starfi vegna ávirðinga hans, hefði borið að gera það í samræmi við ákvæði 7.-13. gr. starfsmannalaga, eftir því sem við gat átt. Með því að svo hafði ekki verið gert, hefði verið brotinn réttur á starfsmanninum, sem varðaði bótaskyldu samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 38/1954. Málinu var áfrýjað af hálfu ríkisins. í dómi Hæstaréttar frá 11. maí 1995 (H 1995 1347), var komist að þeirri niðurstöðu, að ríkisvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á, að aðrar efnislegar forsendur en þær, sem beint tengdust umræddum starfsmanni, hefðu ráðið því að staða hans hefði verið lögð niður. Að því athuguðu og að öðru leyti með vísan til raka héraðsdóms var staðfest niðurstaða hans, um að staðan hefði ekki verið lögð niður í skilningi 1. mgr. 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Voru starfsmanninum því dæmdar bætur. 4.5 Þýðing réttarreglna um rökstuðning í slíkuni máluni Eins og áður segir ber að fara með mál skv. ákvæðum þeirra laga, sent rakin voru í kafla 4.1 hér að framan, ef ætlunin er að veita starfsmanni lausn úr starfi sökum þess, að hann hefur brotið starfsskyldur sínar. Ef aðrar ástœður liggja hér 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.