Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 71
Björgvinsson aðstoðarmaður dómara hjá EFTA-dómstólnum sem fjallaði um
lögfræðinginn erlendis, Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ sem
fjallaði um lögfræðinginn í atvinnulífinu, Sigurmar K. Albertsson hrl. sem fjall-
aði um lögmanninn og Garðar Gíslason hæstaréttardómari sem fjallaði um
dómarann. Ráðstefnustjóri var Sigrún Benediktsdóttir framkvæmdastjóri. Þátt-
takendur voru 93.
8. Hinn 23. maí 1996 var haldinn félagsfundur þar sem louri A. Rechtov
sendiherra Rússlands á íslandi fjallaði um hugðarefni sín á sviði lögfræði, s.s.
eftirlitsnefnd með mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafréttarmál.
Fundargestir voru 24.
9. Hinn 26. september 1996 var haldinn félagsfundur um ný lög um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins. Frummælendur voru Gunnar Björnsson deild-
arstjóri á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis og Sólveig Bachmann for-
maður Stéttarfélags lögfræðinga. Fundargestir voru 23.
10. Árlegt málþing félagsins var haldið í 26. skipti laugardaginn 12. október
1996 í Skíðaskálanum Hveradölum. Að þessu sinni var skattaréttur til umfjöll-
unar. Framsögumenn voru: Bragi Gunnarsson deildarstjóri í fjármálaráðuneyti
sem fjallaði um stjórnkerfi skattamála, Kristján G. Valdimarsson skrifstofustjóri
við embætti skattstjórans í Reykjavík sem fjallaði um málsmeðferð, kæruleiðir
og kærustig, Þórunn Sigurðardóttir deildarstjóri við embætti skattrannsóknar-
stjóra ríkisins sem fjallaði um skattrannsóknir, Kristján Andri Stefánsson
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu sem fjallaði um hugtökin skatt og þjónustu-
gjöld, Áslaug Magnúsdóttir lögfræðingur á endurskoðunarskrifstofu Sigurðar
Stefánssonar sem tjallaði um tekju- og frádráttarliði, Steinþór Haraldsson yfir-
lögfræðingur hjá embætti ríkisskattstjóra sem fjallaði um fjármagnstekjuskatt,
Ólafur Ólafsson formaður yfirskattanefndar sem fjallaði um virðisaukaskatt og
Árni Harðarson deildarstjóri hjá embætti skattstjórans í Reykjavík sem fjallaði
um ábyrgð á skattskilum. Ráðstefnustjóri var Kristín Briem hdl. Ráðstefnu-
gestir voru 114.
3. Fjölskylduskemmtanir
Á síðari árum hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að breikka starfsemi
félagsins og ná þannig til enn fleiri félagsmanna. Bryddað hefur verið upp á
nýjungum sem ná bæði til lögfræðinga og fjölskyldna þeirra. Þannig hefur Lög-
fræðingafélag íslands í samvinnu við Lögmannafélagið gengist fyrir árlegum
jólafagnaði fyrir böm og barnabörn félagsmanna. Þá hefur nokkrum sinnum
verið boðið til vorferða á vegum félagsins.
Árleg jólatrésskemmtum Lögmannafélags Islands og Lögfræðingafélags ís-
lands var haldin milli jóla og nýárs og var hún fjölsótt að venju.
207