Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 68
getur hann rætt við þá um rétt og réttlæti, hversu mikill tími og vinna sparast við að sætta mál o.s.frv. Leggja verður mest upp úr sanngimi og að ekki sé látið undan þrýstingi. Dómarinn skyldi ekki ráðast á kröfugerð aðila, heldur líta á forsendur hennar. Hann á aldrei að verja hugmyndir sínar, heldur bjóða upp á gagnrýni og þiggja hollráð. Dómari á að spyrja hreinskilnislega og gefa aðilum gott tóm til íhugunar og andsvars. Forðast skyldi að reyna samninga á grund- velli sérhagsmuna eða aflsmunar. Þá var reynsla mín sú, að væru aðilar komnir nærri sáttum, skyldi hamra járnið meðan það væri heitt. Ef mögulegt var að ljúka sáttinni, var það betri kostur en að fresta máli. Þá fóru aðilar gjarnan að hugsa upp á nýtt og festast í sínu gamla fari ímyndaðs sigurs og hefndar. Leggja verður áherslu á við aðila hið fomkveðna heilræði, að betri sé mögur sátt en feitur dómur, þótt gjarnan megi nota annað og dulbúnara orðaval. 5. HYERSDAGSLEG VISKA Dómarinn á aldrei að tala í slrkum véfréttastíl, að fram komi aðeins hálfsann- leikur. Hann á aldrei að deila við aðila og hann á aldrei að þvinga fram lausn á málum. Allar slíkar öfgar og árekstra ber að varast. Einnig ber að varast að tefja mál með þýðingarlausum sáttatilraunum. Allt sem ég hefi hér verið að segja er hversdagsleg viska. Bókvitið getur þó aldrei komið í stað reynslu. Það er staðreynd, að misjafnlega vel liggur fyrir mönnum að sætta, rétt eins og það liggur misjafnlega vel fyrir mönnum að flytja mál og dæma. Sálfræðin er svo margslungin, að hún verður aldrei með öllu á bókina lærð. Það er ekki auðvelt að breyta því fari, sem mál eru jafnan komin í, þegar þau koma til dómara. Hins vegar á ekki að vera erfitt að fá aðra til að vinna að skynsamlegri lausn á sameiginlegum vanda. Eg gerði marga skyssuna í sambandi við sáttaumleitanir og lærði margt af langri reynslu. Viðleitnin skiptir, hér sem annars staðar, meginmáli og að gefast ekki upp, þótt á móti blási. Hið óvænta getur alltaf gerst, sættir geta náðst. Þegar mér sem dómara tókst að leysa mál, án þess að beita hinu skarpa sverði réttvísinnar, komst ég jafnan í gott skap. 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.