Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 13
1. Dómur 16. desember 1994 (Mál E-l/94) (Restamark) 1.1 Inngangur Þann 16. desember 1994 kvað EFTA-dómstóllinn upp dóm í máli sem varðar áfengiseinkasölu í Finnlandi. Þar reynir á all mörg atriði sem varpa ljósi á EES- samninginn og þau lögfræðilegu álitaefni sem af honum leiða. Dómurinn er því afar fróðlegur fyrir íslenska lögfræðinga, þótt nú hafi þegar verið gerðar grundvallarbreytingar á einkaleyfi ÁTVR til innflutnings á áfengi. 1.2 Atvik málsins Atvik málsins eru þau að finnskum einkaaðila Restamark var meinað að flytja til Finnlands rauðvín frá Italíu og viskí frá Þýskalandi, án þess að fá fyrst sérstakt samþykki frá finnsku ríkiseinkasölunni Alko. Restamark skaut úrskurði héraðstollyfirvalda í Helsingfors til áfrýjunarnefndar tollyfirvalda (Tullilauta- kunta). Áfrýjunarnefndin óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins, á grundvelli 34. gr. ESE-samningsins, á túlkun á tveimur ákvæðum EES-samn- ingsins, þ.e. 11. og 16. gr. Spurningar áfrýjunamefndarinnar eru svohljóðandi í íslenskri þýðingu:16 1. Ef áfrýjunarnefnd tollyfirvalda staðfestir þá ákvörðun tollstjórnar, að heimila ekki frjálsa dreifingu innflutts áfengis, nema að fengnu lögmæltu leyfi Oy Alko Ab 1, er þá mögulegt, þegar litið er til lögbundins einkaleyfis Oy Alko Ab til innflumings áfengis annars vegar og jafnframt hins vegar til þeirra heimilda, sem fyrirtækið hefur lýst sig reiðubúið að beita til að leyfa innflutning áfengis í söluskyni frá öðmm samnings- ríkjum, með þeim skilmálum sem það setur, að sú ákvörðun feli ekki í sér magntak- mörkun, eða takmörkun sem hefur sömu áhrif, andstætt 11. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. 2. Er lögbundið einkaleyfi sem áður er vísað til andstætt 16. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið? Ef svo er: Er ákvæðið nægilega skýrt og óskilyrt til að hafa bein réttaráhrif og er þá hægt að líta svo á að einkaleyfí til innflutnings hafi verið afnumið frá 1. janúar 1994? 1.3 Dómur EFTA-dómstólsins a. Mál tækt til efnismeðferðar EFTA-dómstóllinn fjallaði fyrst um þá spurningu hvort málið væri tækt til efnismeðferðar fyrir dómstólnum. Nánar tiltekið, hvort áfrýjunarnefnd tollyfir- valda í Finnlandi (Tullilautakunta) gæti talist dómstóll eða réttur (court or trib- unal) í skilningi 34. gr. ESE, en 1. og 2. mgr. hennar hljóða svo: EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES- samningnum. 16 Sjá EES-viðbæti við Stjómartíðindi EB nr. 22, 21. júlí 1994 [94/EES/22/04]. 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.