Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 30
e. Röksemdir norsku ríkisstjórnarinnar í málinu Af hálfu norsku ríkisstjómarinnar var þeim sjónarmiðum lýst að sjónvarps- tilskipuninni væri aðeins ætlað að eiga við um útsendingu sjónvarpsefnis, en tæki ekki til réttarsambands auglýsanda og viðtökuríkis útsendingar. Þá tók norska ríkisstjómin undir þau sjónarmið umboðsmanns neytenda í Noregi að ætti sendirikisreglan við um auglýsendur með sama hætti og sjónvarpsstöðvar leiddi það til þeirrar niðurstöðu að norskar réttarreglur um auglýsingar væru sniðgengnar, en slíkt hefði ekki verið tilgangur sjónvarpstilskipunarinnar. I þriðja lagi hreyfði norska ríkisstjórnin þeim rökum, að sendiríkisreglan ætti ekki við þegar um væri að ræða útsendingar sem sérstaklega væri beint að einu tilteknu ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sjónvarpsstöðvar - ekki auglýsendur? í dómi EFTA-dómstólsins er ekki fallist á þá röksemd að reglur tilskipunar- innar nái eingöngu til sjónvarpsstöðva en ekki auglýsenda. Er á ný vísað til þeirra ákvæða tilskipunarinnar sem lúta að útsendingu auglýsinga og bent á að sú túlkun sem haldið var fram af norskum yfirvöldum eigi litla stoð í þeim nákvæmu reglum sem settar hafi verið um sjónvarpsauglýsingar í tilskipuninni. Þá er því lýst að slík túlkun sé í andstöðu við grundvallarreglur tilskipunarinnar. Dómurinn telur að geti viðtökuríki óhindrað sett reglur um starfsemi auglýs- enda að því er varðar auglýsingar í sjónvarpi sé slíkt einnig fallið til þess að hafa áhrif á þjónustu sjónvarpsstöðva. Rétturinn til að sjónvarpa, og skylda til að veita viðtöku útsendingum frá öðrum ríkjum efnahagssvæðisins, yrði því fyrir borð borinn ef viðtökuríki gætu gripið til ráðstafana gegn auglýsendum. Sú túlkun sem norsk stjómvöld byggðu á er því, að mati dómstólsins, til þess fallin að hindra megintilgang tilskipunarinnar og er því hafnað. Sniðganga norskrar löggjafar Dómstóllinn féllst heldur ekki á þá röksemd norskra stjórnvalda að þetta leiddi til þess að norsk löggjöf um sjónvarpsauglýsingar væri sniðgengin. I dóminum er tekið fram að þótt sú skipan mála sem leiði af ákvæðum til- skipunarinnar geti haft þær afleiðingar að auglýsendur leiti eftir þjónustu sjón- varpsstöðva sem lúta lögsögu annarra ríkja, frekar en að leita til sjónvarps- stöðva eigin ríkis sem séu háðar strangari reglum um útsendingar, þá sé slrk aðstaða, frá sjónarhóli EES-réttar, rökrétt afleiðing af meginreglum tilskipun- arinnar. Þótt stjórnvöldum viðtökuríkis þyki þetta leiða til þess að löggjöf ríkisins sé sniðgengin geti það ekki haft úrslitaþýðingu um túlkun EES-réttar. Miðuð útsending - útsending beinist aðeins að einu samningsríki Um þá röksemd, að sjónvarpstilskipunin eigi ekki við þegar útsendingu er eingöngu beint að einu samningsríki tekur EFTA-dómstóllinn það fram að öndvert við Sjónvarpssáttmála Evrópu frá 1989 sé slíka undantekningu ekki að finna í sjónvarpstilskipun ráðsins. Telur dómstóllinn því að tilskipunin gangi 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.