Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 59
aftur á móti að baki, t.d. að breyting hafi orðið á störfum, starfsháttum eða skipulagi hjá hinu opinbera og þörf hefur skapast til þess að fá starfsmann sem hefur aðra menntun eða reynslu, en sá hefur, er stöðu gegnir, getur stjómvald sagt starfsmanni upp störfum, enda styðjist uppsögnin við heimild í samningi eða lögum.16 Af þessu má ljóst vera, að ástœðan fyrir starfslokum starfsmanns, segir til um það hvort skylt sé að fylgja tilteknum efnis- og málsmeðferðarreglum laga. Svo hægt sé að endurskoða hvort stjómvald hafi farið að lögum við uppsögn staifsmanns þurfa rök stjómvalds fyrir ákvörðun um uppsögn að vera ljós. Skiptir því miklu að starfsmaður eigi rétt til rökstuðnings fyrir slíkri ákvörðun.17 Fyrir lögfestingu stjómsýslulaga nr. 37/1993 áttu starfsmenn almennt ekki rétt til rökstuðnings fyrir ákvörðun stjómvalds um uppsögn þeirra úr starfi, en eftir gildistöku þeirra geta starfsmenn krafist rökstuðnings uppsagnar, þar sem ákvörðun stjómvalds um uppsögn starfsmanns telst stjómvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna.18 Réttur starfsmanna ríkisins til rökstuðnings í slíkum tilvikum er áréttaður í 31. og 2. mgr. 44. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fyrir dómstóla hafa komið mál, þar sem gat reynt á skilsmun á milli uppsagn- ar úr starfi og frávikningar, en gerði ekki, þar sem slík málsástæða var annað 16 Sbr. álit umboðsmanns Alþingis frá 15. febrúar 1996, í málinu nr. 1296/1994. Sjá hér einnig SUA 1994:207 þar sem ástæðan, sem færð var fram fyrir uppsögn, var sú, að ætlunin væri að ráða hæfari starfsmann. Þetta var talin lögmæt og málefnaleg ástæða uppsagnar ríkisstarfsmanns. 17 Bæði í Danmörku og Noregi hafa ríkisstarfsmenn rétt til rökstuðnings fyrir ákvörðun stjóm- valds um uppsögn í starfí skv. þarlendum stjómsýslulögum. Athyglisvert er, að almennir laun- þegar hafa einnig rétt til að fá rökstuðning fyrir uppsögn í starfi í þessum löndum. f Noregi er sá réttur tryggður í 3. mgr. 57. gr. laga um „arbeidervem og arbeidsmiljp m.v.“, en í Danmörku á grundvelli 2. gr. b. „funktionærloven", svo og með ákvæðum kjarasamninga, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. „Hovedaftalerí'. Sjá hér t.d. Matthiassen, J., Forvaltningspersonellet, bls. 120; Fanebust, A., Oppsigelse i arbeidsforhold, bls. 39 og Krarup, O. og J. Matthiassen, Afskedigelsesret, bls. 49. Hér á landi hafa launþegar á hinum almenna vinnumarkaði ekki rétt til rökstuðnings fyrir upp- sögn í starfi. Réttarstaða þeirra er því í samræmi við hina almennu reglu kröfuréttar að almennt þurfi ekki að rökstyðja uppsögn ótímabundinna samninga ef uppsagnarréttur er á annað borð til staðar. Að því er snertir opinbera starfsmenn, hvílir vinnuréttarsamband þeirra á öðmm laga- grundvelli en launþega á hinum almenna vinnumarkaði. Þannig em stjómvöld bundin af skráðum og óskráðum eíhisreglum stjómsýsluréttarins. Ennfremur ber að fylgja málsmeðferðarreglum stjómsýslulaga nr. 37/1993 þegar teknar em ákvarðanir í starfsmannamálum, sem talist geta stjómvaldsákvarðanir, nema á annan veg sé skýrlega mælt fyrir í lögum. Af þessum sökum virðist ljóst, að launþegar á hinum almenna vinnumarkaði geta ekki borið fyrir sig ákvæði stjóm- sýslulaga eða starfsmannalaga um rökstuðning fyrir uppsögn á gmndvelli lögjöfnunar. Slíkan rétt geta almennir launþegar sennilega ekki öðlast nema í skjóli samninga eða laga, eins og gerst hefur á hinum Norðurlöndunum. 18 Sbr. ótvíræð ummæli í athugasemdum í greinargerð við 1. gr. ffumvarps þess, er varð að stjómsýslulögum nr. 37/1993, en þar segir: „í lögfræðinni hafa ákvarðanir um skipun, setningu og ráðningu opinberra starfsmanna, svo og lausn þeirra frá störfum og brottvikningu þeirra, verið flokkaðar sem stjómvaldsákvarðanir... Ganga lögin út ffá þessari hefðbundu skilgreiningu og því falla ákvarðanir þessar undir gildissvið þeirra“. (Alþt. 1992, A-deild, bls. 3283). 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.