Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 31
framar sáttmálanum að þessu leyti og að tilskipunin verði ekki skýrð svo að það að útsending beinist að tilteknu ríki leiði til frávika frá þeim meginreglum sem samkvæmt tilskipuninni eiga við um útsendingar á Evrópska efnahagssvæðinu. f. Tilskipun ráðsins 84/450/EBE Að síðustu tekur EFTA-dómstóllinn það til umfjöllunar hvort sjónvarps- tilskipunin útiloki beitingu annarra reglna sem þýðingu geti haft í þessu máli, svo sem reglna um neytendavemd. Bendir dómstóllinn á að tilskipun 84/450/EBE, sem lýtur að villandi auglýsingum, geti verið sjónvarpstilskip- uninni til fyllingar og geti samningsríki því vísað til þessarar tilskipunar, einnig á sviði sem eigi undir sjónvarpstilskipunina frá 1989. Er jafnframt bent á að annað og strangara mat kunni að ráða því hvort auglýsingar teljist villandi þegar þeim er sérstaklega beint að börnum. Það sé hins vegar ekki byggt á því í málinu að auglýsingar Mattel og Lego sem sjónvarpað var til norskra áhorfenda hafi verið villandi. Er því látið við það sitja að nefna þetta atriði. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í tilefni af fyrstu spurningu norska markaðsráðsins er því svohljóðandi: 2. mgr. 2. gr. og 16. gr. í tilskipun ráðsins 89/552/EBE frá 3. október 1989, um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildam'kjunum um sjónvarpsrekstur, eins og tilskipunin hefur verið tekin upp í EES-samninginn, ber að túlka með þeim hætti, að þær útiloki að í löggjöf samningsríkis sé lagt bann við auglýsingum fyrir böm, ef bannið er með þeim hætti að auglýsanda er meinað að auglýsa í sjónvarpsútsendingu frá öðru EES-ríki og ef þetta bann er til komið vegna ákvæða í landslögum sem almennt banna auglýsingar fyrir börn.38 Vegna þessarar niðurstöðu var ekki talin þörf á að leysa sérstaklega úr þeim álitaefnum, sem borin voru upp í annarri og þriðju spumingu markaðsráðsins. 3.4 Athugasemdir Það var samkvæmt framansögðu niðurstaða EFTA-dómstólsins að ákvæði sjónvarpstilskipunar Evrópuráðsins 89/55/EBE, sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn, lytu að heildarsamræmingu reglna um útsendingar sjónvarps- efnis, þ.m.t. auglýsinga. Dómstóllinn skírskotaði til þess tilgangs tilskipunar- innar að tryggja frjálsa þjónustustarfsemi á þessu sviði og verður það megin- sjónarmiðið við skýringu ákvæða tilskipunarinnar. Athyglisvert er að dóm- stóllinn vísaði í úrlausn sinni mjög til fordæmis EB-dómstólsins frá 9. febrúar 1995, í Leclerc málinu, þótt sá dómur sé kveðinn upp eftir undirritun EES- samningsins, 2. maí 1992. Gefur þessi úrlausn þannig enn til kynna mikilvægi þess að líta til þeirra meginsjónarmiða sem koma fram í réttarframkvæmd EB- dómstólsins, hvort sem er fyrir eða eftir undirritun EES-samningsins. EFTA- dómstóllinn fylgdi fordæmi EB-dómstólsins um skýringu sjónvarpstilskipunar- 38 Sjá tilkynningu um dóm dómstólsins og orðrétta þýðingu í EES-viðbæti við Stjómar- tíðindi EB nr. 34, 14. september 1995 [95/EES/34/03]. 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.