Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 69
Á VÍÐ OG DREIF SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á AÐALFUNDI 4. OKTÓBER 1996 1. Inngangur Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn á Scandic Hótel Loftleið- um 31. október 1995 og hófst kl. 20:00. Fundinn sóttu 30 félagsmenn. Á dag- skrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Kosið var í stjórn félagsins starfs- árið 1995-1996. Formaður var kjörin Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helgi Jóhannesson hdl. var kosinn varaformaður. Aðrir í stjóm voru kosin Benedikt Bogason aðstoðarmaður hæstaréttardómara, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, Kristín Briem hdl., Kristján G. Valdimarsson skrifstofustjóri og Ragnhildur Arnljótsdóttir deildarstjóri. í varastjóm voru kosnir Arnljótur Bjömsson, Eiríkur Tómasson, Hallvarður Einvarðsson, Hrafn Bragason, Jón Steinar Gunnlaugsson, Stefán Már Stefáns- son og Þór Vilhjálmsson. Endurskoðendur voru kjömir Helgi V. Jónsson og Guðmundur Skaftason og Allan V. Magnússon og Skúli Guðmundsson til vara. Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins 21. nóvember 1995 skipti stjórnin þannig með sér verkum: Kristján G. Valdimarsson ritari, Helgi I. Jónsson gjaldkeri, Kristín Briem framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Benedikt Bogason meðstjómandi og Ragnhildur Amljótsdóttir meðstjórnandi. Á starfsárinu hafa verið haldnir 15 stjómarfundir. Milli funda hafa stjórnar- menn unnið mikið starf að auki við ýmis verkefni á vegum félagsins. Vara- formaður félagsins Helgi Jóhannesson stýrði nefnd sem annaðist undirbúning árlegs málþings ásamt stjórnarmönnunum Ragnhildi Amljótsdóttur, Benedikt Bogasyni og Kristjáni G. Valdimarssyni og framkvæmdastjóra félagsins Bryn- hildi Flóvenz. Auk þess stýrði varaformaður undirbúningsnefnd sameiginlegs málþinps Lögfræðingafélags íslands, Dómarafélags Islands og Lögmanna- félags Islands sem haldið var í apríl á þessu ári og nánar verður vikið að hér á eftir. Fjárreiður félagsins hafa verið í traustum höndum Helga I. Jónssonar. Kristín Briem hefur haldið utan um rekstur Tímarits lögfræðinga með miklum ágætum. Kristján G. Valdimarsson sá um ritarastörf og hélt utan um fundar- gerðir og gestabækur félagsins af stakri vandvirkni. Eg leyfi mér að þakka öllum stjórnarmönnum mikil og óeigingjöm störf í þágu félagsins. Starf félagsins á liðnu ári hefur verið með hefðbundnu sniði. Skal nú vikið að helstu þáttum í starfsemi félagsins á því starfsári sem nú er að ljúka. 2. Fræðafundir og málþing Starfsemi Lögfræðingafélags Islands má í meginatriðum skipta í fræðafundi annars vegar og málþing hins vegar. Fræðafundir eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði yfir veturinn. Þá hefur félagið um liðlega aldarfjórðungs skeið 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.