Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 69
Á VÍÐ OG DREIF
SKÝRSLA STJÓRNAR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Á
AÐALFUNDI 4. OKTÓBER 1996
1. Inngangur
Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn á Scandic Hótel Loftleið-
um 31. október 1995 og hófst kl. 20:00. Fundinn sóttu 30 félagsmenn. Á dag-
skrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Kosið var í stjórn félagsins starfs-
árið 1995-1996. Formaður var kjörin Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helgi
Jóhannesson hdl. var kosinn varaformaður. Aðrir í stjóm voru kosin Benedikt
Bogason aðstoðarmaður hæstaréttardómara, Helgi I. Jónsson héraðsdómari,
Kristín Briem hdl., Kristján G. Valdimarsson skrifstofustjóri og Ragnhildur
Arnljótsdóttir deildarstjóri.
í varastjóm voru kosnir Arnljótur Bjömsson, Eiríkur Tómasson, Hallvarður
Einvarðsson, Hrafn Bragason, Jón Steinar Gunnlaugsson, Stefán Már Stefáns-
son og Þór Vilhjálmsson. Endurskoðendur voru kjömir Helgi V. Jónsson og
Guðmundur Skaftason og Allan V. Magnússon og Skúli Guðmundsson til vara.
Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins 21. nóvember 1995 skipti stjórnin þannig
með sér verkum: Kristján G. Valdimarsson ritari, Helgi I. Jónsson gjaldkeri,
Kristín Briem framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga, Benedikt Bogason
meðstjómandi og Ragnhildur Amljótsdóttir meðstjórnandi.
Á starfsárinu hafa verið haldnir 15 stjómarfundir. Milli funda hafa stjórnar-
menn unnið mikið starf að auki við ýmis verkefni á vegum félagsins. Vara-
formaður félagsins Helgi Jóhannesson stýrði nefnd sem annaðist undirbúning
árlegs málþings ásamt stjórnarmönnunum Ragnhildi Amljótsdóttur, Benedikt
Bogasyni og Kristjáni G. Valdimarssyni og framkvæmdastjóra félagsins Bryn-
hildi Flóvenz. Auk þess stýrði varaformaður undirbúningsnefnd sameiginlegs
málþinps Lögfræðingafélags íslands, Dómarafélags Islands og Lögmanna-
félags Islands sem haldið var í apríl á þessu ári og nánar verður vikið að hér á
eftir. Fjárreiður félagsins hafa verið í traustum höndum Helga I. Jónssonar.
Kristín Briem hefur haldið utan um rekstur Tímarits lögfræðinga með miklum
ágætum. Kristján G. Valdimarsson sá um ritarastörf og hélt utan um fundar-
gerðir og gestabækur félagsins af stakri vandvirkni. Eg leyfi mér að þakka
öllum stjórnarmönnum mikil og óeigingjöm störf í þágu félagsins.
Starf félagsins á liðnu ári hefur verið með hefðbundnu sniði. Skal nú vikið að
helstu þáttum í starfsemi félagsins á því starfsári sem nú er að ljúka.
2. Fræðafundir og málþing
Starfsemi Lögfræðingafélags Islands má í meginatriðum skipta í fræðafundi
annars vegar og málþing hins vegar. Fræðafundir eru að jafnaði haldnir einu
sinni í mánuði yfir veturinn. Þá hefur félagið um liðlega aldarfjórðungs skeið
205