Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 16
c. Magntakmarkanir í skilningi 11. gr. EES I dóminum er byggt á því að skilja beri fyrri spurninguna svo, hvort það fyrir- komulag að innflytjandi áfengis verði að fá samþykki frá finnsku áfengisversl- uninni til innflutningsins og til að setja vöruna í kvaðalausa dreifingu, í því skyni að selja hana til veitingastaða, feli í sér ráðstöfun sem hafi samsvarandi áhrif og magntakmarkanir á innflutningi í skilningi 11. gr. EES. Tilvitnuð 11. gr. EES er svohljóðandi: Magntakmarkanir á innflutningi, svo og allar ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif, em bannaðar milli samningsaðila. Við skýringu þessa ákvæðis byggir dómurinn á fordæmum frá EB-dómstólnum sem varða skýringu á 30. gr. Rs. Fyrst er bent á að EB-dómstóllinn hafi endurtekið byggt á því að undir „ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif ‘ og magntakmarkan- ir gætu fallið hvers konar ráðstafanir sem væru til þess fallnar að hindra, mögulega eða í raun, beint eða óbeint, viðskipti á hinum sameiginlega markaði. Er í dómin- um sérstaklega vitnað til Dassonville-málsins.20 Þá er ennfremur vitnað til máls nr. 202/88 Frakkland gegn Framkvœmdastjóminni,211 þeim dómi EB-dómstólsins er byggt á því, að við skýringu á 30. gr. Rs. verði jafnframt að hafa í huga ákvæði 3. gr. (g) um samkeppni, sbr. samsvarandi ákvæði í 1. mgr. 1. gr. og 2. gr. e EES- samningsins. Að því er innflutningstakmarkanir varðar taldi EFTA-dómstóllinn að skylda til að leita samþykkis eða leyfis frá aðila sem hefði einkaleyfi lögum samkvæmt til að flytja inn áfengi og setja það í dreifingu án kvaða fæli í sér hindr- un á viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins sem væri til þess fallin að valda töfum og misbeitingu af hálfu þess ríkis sem flutt væri til. Þótt leyfi væri jafnan sjálfkrafa veitt fæli slíkt fyrirkomulag í sér ráðstöfun sem hefði samsvar- andi áhrif og magntakmarkanir í skilningi 11. gr. EES. Þá tjallaði dómstóllinn um þá spurningu hvort einkaleyfi á innflutningi á áfengi mætti réttlæta á grundvelli 13. gr. EES-samningins, en hún hljóðar svo: Ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af almennu siðferði, allsherjarreglu, almannaöryggi, vemd lífs og heilsu manna eða dýra eða gróðurvemd, vemd þjóðar- verðmæta, er hafa listrænt, sögulegt eða fomfræðilegt gildi, eða vemd eignarréttinda á sviði iðnaðar og viðskipta. Slfk bönn eða höft mega þó ekki leiða til gerræðislegrar mismununar eða til þess að duldar hömlur séu lagðar á viðskipti milli samningsaðila.22 20 Sjá mál nr. 8/74 Procureur du Roi v Guztave Dassonville [1974] ECR 837 (5. málsgrein). 21 Mál nr. 202/88 France v Commission ofthe European Communities [1991] ECR 1-1223. 22 Finnska ríkið vísaði til sameiginlegar yfirlýsingar Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar þess efnis að áfengiseinkasölur ríkjanna væru grundvallaðar á mikilvægum sjónarmiðum er varða stefnu þeirra í heilbrigðis- og félagsmálum. Sjá: „Yfirlýsing ríkisstjóma Finnlands, Islands, Noregs og Svíþjóðar um áfengiseinkasölur”. Yfirlýsingin er m.a. prentuð í ritinu Samningur um evrópska efnahagssvæðið (EES), 1. hluti af V. Meginmál EES-samningsins og lokagerð. Reykjavík maí 1992, bls. 123. í dóminum er ekki vikið sérstaklega að þýðingu þessarar yfirlýsingar. 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.