Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 21
ákvörðun stofnunarinnar sem sætt gæti endurskoðun EFTA-dómstólsins sam- kvæmt 36. gr. ESE-samningsins. Bréf stofnunarinnar hefði einungis verið til- kynning um meðferð ESA á kvörtun samtakanna. Því var jafnframt haldið fram að jafnvel þótt litið væri svo á að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að Ijúka málinu án frekari málsmeðferðar, félli hún ekki undir hugtakið „ákvörð- un” í a lið. 2. mgr. 5. gr. og 36. gr. ESE-samningsins og sætti því ekki endur- skoðun EFTA-dómstólsins. í öðru lagi byggði ESA frávísunarkröfu sína á því að SSGA gæti ekki átt aðild að málinu, þar sem samtökin ættu ekki nægilega beinna lögvarðra hagsmuna að gæta. Til vara krafðist ESA þess að kröfum SSGA um ógildingu yrði hrundið. í fyrsta lagi vísaði ESA til þess, sem fyrr er rakið, að ekki hefði verið um formlega ákvörðun að ræða og því hefði ekki verið þörf á rökstuðningi. Þá var því haldið fram af hálfu ESA að sjónarmið og rök fyrir úrlausn málsins fyndust í skjalasafni stofnunarinnar. SSGA hefði verið tilkynnt munnlega að meðferð málsins væri lokið. Hefðu samtökin getað óskað eftir skriflegum rökstuðningi, sem þeim hefði þá verið látinn í té. í öðru lagi taldi ESA að þótt litið væri svo á að um formlega ákvörðun væri að ræða, hefði nægilegur rökstuðningur komið fram í bréfi stofnunarinnar til SSGA, þar sem vísað var til þess að stofnunin væri ekki valdbær til að taka málið fyrir. Sú niðurstaða væri og efnislega rétt og væri því ekki grundvöllur til að hrinda þeirri niðurstöðu að málinu skyldi lokið án meðferðar. 2.3 Skriflegar athugsemdir og meðalganga Noregi var heimiluð meðalganga í máli þessu og var þar tekið undir þau sjónarmið ESA að stofnunin væri ekki valdbær til meðferðar málsins. Þá bárust skriflegar athugasemdir frá framkvæmdastjórn EB. Mælti framkvæmdastjórnin með því að kröfum SSGA yrði hrundið. I fyrsta lagi taldi framkvæmdastjórnin að ekki hefði verið um formlega ákvörðun að ræða, sem beint hefði verið að samtökunum sem viðtakanda. Því yrðu ekki gerðar strangar kröfur um rökstuðning. í öðru lagi taldi framkvæmdastjómin að ESA hefði túlkað ákvæði EES-samningsins um valdmörk stofnunarinnar með réttum hætti og bæri því að hrinda kröfum SSGA. Athygli vekur að engar athugasemdir bárust frá ríkis- stjórn Islands vegna máls þessa, eins og heimilt er samkvæmt 20. gr. bókunar 5 við ESE-samninginn, þótt í málinu væri fjallað um atriði sem snerta mikils- verða hagsmuni Islendinga. 2.4 Dómur EFTA-dómstólsins a. Mál tækt til efnismeðferðar I úrlausn dómstólsins um það hvort vísa bæri málinu frá dómi eða taka það til efnismeðferðar bar þrjú atriði hæst. I fyrsta lagi er ítrekað í dóminum að túlkun EES-samningsins hljóti að taka mið af réttarframkvæmd EB-dómstólsins fyrir undirritun EES-samningsins um sambærileg hugtök og efnisatriði. Það sama eigi við um þau meginsjónarmið sem ráða skýringum EB-dómstólsins í dómum 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.