Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 18
EES-samningnum ef ákvæði hans eru þannig orðuð að unnt er að beita þeim beint, þ.e. ef þau eru nægilega skýr og óskilyrt. Dómstóll í aðildarríki sem við þessar aðstæður telur nauðsynlegt til að hann geti kveðið upp dóm að komast að niðurstöðu um hvort ákvæði í EES-samningnum, sem er komið til fram- kvæmda, sé nægilega skýrt og óskilyrt hlýtur því að geta beðið EFTA-dómstól- inn urn álit á þessu atriði á grundvelli 34. gr. ESE-samningsins. I dómi EFTA-dómstólsins segir að hann láti ekki uppi álit á skýringu á fínnskum lögum. Það sé að öllu leyti verkefni áfrýjunamefndarinnar í þessu máli. Ljóst sé að áfrýjunamefndin telji sig þurfa að komast að niðurstöðu um hvort 16. gr. EES sé nægilega skýr og óskilyrt til þess að geta metið hvort hún eigi að hafa forgang fram yfir önnur ákvæði fínnsks landsréttar. Bókun 35 við EES- samninginn beri að skýra svo að hún feli í sér skyldu aðildarríkja samningsins til að veita þeim ákvæðum EES-réttar sem eru nægilega skýr og óskilyrt forgang fram yfir önnur ákvæði landsréttar. Það sé því ekkert því til fyrirstöðu að EFTA- dómstóllinn láti uppi álit um það hvort 16. gr. EES fullnægi þessum áskilnaði. I dóminum er það rakið, að ákvæði 16. gr. sé efnislega sambærilegt við 1. mgr. 37. gr. Rs., sem hafí verið álitin nægilega skýr og óskilyrt eftir að aðlögunar- tíminn, sem þar er kveðið á um, var liðinn. Ljóst sé að þessi tvö ákvæði kveði með sama hætti á um skyldu aðildarríkis til að banna án fyrirvara mismunun að því er varði aðdrætti og markaðssetningu vara þegar um ríkiseinkasölur sé að ræða. Með hliðsjón af því markmiði EES-samningsins að tryggja einsleitni og sömu réttarstöðu einstaklinga á öllu efnahagssvæðinu er talið að einnig verði að skýra 16. gr. svo að hún uppfyllti skilyrðið um að vera nægilega skýr og óskilyrt. Ráðgefandi álit dómstólsins er þannig:23 1. Ákvæði 11. gr. EES verður að skýra svo að það banni í aðildarríki ráðstafanir sem fela í sér að ríkiseinkasölur hafi einkaleyfi á innflutningi á áfengi, að svo miklu leyti sem EES-samningurinn tekur til þess og það er upprunnið í aðildarríkjum samnings- ins, eða beitingu ákvæða landsréttar, sem varða viðskipti á EES-svæðinu, og mæla fyrir um samþykki ríkiseinkasölunnar fyrir innflutningi og frjálsri dreifingu slíkrar vöru, þótt samþykki sé veitt sjálfkrafa. Þá verða slíkar ráðstafanir ekki réttlættar á grundvelli 13. gr. EES á þeim grundvelli einum að þær miði að því að draga úr skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsu neytenda, þar sem unnt er að ná því markmiði með ráðstöfunum, sem fela í minna mæli í sér hindrun á vöruflutningum. 2. 16. gr. EES verður að skýra svo að frá og með 1. janúar 1994 beri að breyta ríkiseinkasölum, sem bókun 8 við EES-samninginn tekur ekki til, þannig að afnumið sé einkaleyfi á innflutningi til eins samningsríkis frá öðru á þeim vörum, sem einkaleyfíð tekur til. 3. Skýra verður 16. gr. þannig, að hún uppfylli það skilyrði, sem felst í bókun 35 við EES-samninginn, um að vera nægilega skýr og óskilyrt. 23 Sjá EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 59, 31. desember 1994 [94/EES/59/15]. 154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.