Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 31
framar sáttmálanum að þessu leyti og að tilskipunin verði ekki skýrð svo að það að útsending beinist að tilteknu ríki leiði til frávika frá þeim meginreglum sem samkvæmt tilskipuninni eiga við um útsendingar á Evrópska efnahagssvæðinu. f. Tilskipun ráðsins 84/450/EBE Að síðustu tekur EFTA-dómstóllinn það til umfjöllunar hvort sjónvarps- tilskipunin útiloki beitingu annarra reglna sem þýðingu geti haft í þessu máli, svo sem reglna um neytendavemd. Bendir dómstóllinn á að tilskipun 84/450/EBE, sem lýtur að villandi auglýsingum, geti verið sjónvarpstilskip- uninni til fyllingar og geti samningsríki því vísað til þessarar tilskipunar, einnig á sviði sem eigi undir sjónvarpstilskipunina frá 1989. Er jafnframt bent á að annað og strangara mat kunni að ráða því hvort auglýsingar teljist villandi þegar þeim er sérstaklega beint að börnum. Það sé hins vegar ekki byggt á því í málinu að auglýsingar Mattel og Lego sem sjónvarpað var til norskra áhorfenda hafi verið villandi. Er því látið við það sitja að nefna þetta atriði. Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í tilefni af fyrstu spurningu norska markaðsráðsins er því svohljóðandi: 2. mgr. 2. gr. og 16. gr. í tilskipun ráðsins 89/552/EBE frá 3. október 1989, um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildam'kjunum um sjónvarpsrekstur, eins og tilskipunin hefur verið tekin upp í EES-samninginn, ber að túlka með þeim hætti, að þær útiloki að í löggjöf samningsríkis sé lagt bann við auglýsingum fyrir böm, ef bannið er með þeim hætti að auglýsanda er meinað að auglýsa í sjónvarpsútsendingu frá öðru EES-ríki og ef þetta bann er til komið vegna ákvæða í landslögum sem almennt banna auglýsingar fyrir börn.38 Vegna þessarar niðurstöðu var ekki talin þörf á að leysa sérstaklega úr þeim álitaefnum, sem borin voru upp í annarri og þriðju spumingu markaðsráðsins. 3.4 Athugasemdir Það var samkvæmt framansögðu niðurstaða EFTA-dómstólsins að ákvæði sjónvarpstilskipunar Evrópuráðsins 89/55/EBE, sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn, lytu að heildarsamræmingu reglna um útsendingar sjónvarps- efnis, þ.m.t. auglýsinga. Dómstóllinn skírskotaði til þess tilgangs tilskipunar- innar að tryggja frjálsa þjónustustarfsemi á þessu sviði og verður það megin- sjónarmiðið við skýringu ákvæða tilskipunarinnar. Athyglisvert er að dóm- stóllinn vísaði í úrlausn sinni mjög til fordæmis EB-dómstólsins frá 9. febrúar 1995, í Leclerc málinu, þótt sá dómur sé kveðinn upp eftir undirritun EES- samningsins, 2. maí 1992. Gefur þessi úrlausn þannig enn til kynna mikilvægi þess að líta til þeirra meginsjónarmiða sem koma fram í réttarframkvæmd EB- dómstólsins, hvort sem er fyrir eða eftir undirritun EES-samningsins. EFTA- dómstóllinn fylgdi fordæmi EB-dómstólsins um skýringu sjónvarpstilskipunar- 38 Sjá tilkynningu um dóm dómstólsins og orðrétta þýðingu í EES-viðbæti við Stjómar- tíðindi EB nr. 34, 14. september 1995 [95/EES/34/03]. 167

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.