Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 54
Þegar reyna á að túlka hina almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar með tilliti til hinnar tilvitnuðu málsgreinar má ekki líta einangrað á athugasemdina um skort á ákveðnum efnisréttindum heldur verður að lesa hana í samhengi við málsgreinina alla, greinargerðina alla og víðara samhengi stjórnarskrárinnar. Það vekur athygli að athugasemdin sjálf um skort á ákveðnum efnisréttindum er sett fram með mjög óákveðnum hætti. Orðalagið „Segja má að í jafnræðis- reglunni séu ekki beinlínis fólgin ákveðin efnisréttindi“42 bendir nú ekki til staðfasts vilja af hálfu löggjafans til að takmarka efnisinnihald reglunnar veru- lega og því síður vilja til þess að reglan sé ekki í eðli sínu efnisregla. Enn er rétt að veita því athygli að í greinargerðinni er gert ráð fyrir því að til hafi verið óskráð jafnræðisregla sem væri undirstöðuregla íslensks réttar og að hún sé nú orðuð í stjórnarskrá með skýrurn hætti.43 Margt er óljóst um inntak þeirrar óskráðu jafnræðisreglu því staðreyndin var sú að dómstólar reyndust mjög tregir til að byggja dómsúrlausnir á henni. Þess má þó finna dæmi að hún hafi ráðið úrslitum um mál, sbr. H 1986 706 og H 1992 1962 og því er ljóst að í eðlinu var um raunverulega efnisreglu að ræða.44 Ef víkja hefði átt með svo afdrifaríkum hætti frá eðli þeirrar jafnræðisreglu sem fyrir var að regla sem í eðli sínu veitti efnisleg réttindi þótt óljós væru yrði nú að formreglu sem ekki veitti nein efnisleg réttindi hefði átt að orða það í greinargerðinni með skýrum hætti. Það var ekki gert og af því verður sú ályktun dregin að ekkert slíkt hafi staðið til og jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hafi einmitt átt að fela í sér efnis- leg réttindi. 42 Sjá greinargerð, bls. 16 (áherslum bætt við hér). 43 Sjá greinargerð, bls. 16. 44 I H 1986 706 sagði: „I máli þessu veltur gjaldskylda áfrýjenda á búsetu þeirra eins og fyrr greinir. Þegar til þess er litið hversu mjög jafnræði þeirra er raskað með þessum skattháttum þykir með tilvísun til grunnreglu 67. gr. stjórnarskrárinnar, samhliða fyrri venju í löggjöf um hliðstæð efni, eigi vera gild lagaheimild fyrir álagningu gjaldsins“. Þágildandi 67. gr. stjómar- skrárinnar var reglan um friðhelgi eignarréttarins, dómurinn felur í sér að stjómskipuleg jafnræðisregla sé grunnregla eða meginregla að baki 67. gr. stjórnarskrárinnar. í H 1992 1962 var um að ræða setningu bráðabirgðalaga sem lögbundu tilteknar launahækkanir og náðu til allra kjarasamninga sem í gildi voru við gildistöku þeirra. Þau vom síðar samþykkt óbreytt á Alþingi. Lögin fólu í sér niðurfellingu á launahækkunum sem dæmdar höfðu verið félags- mönnum ákveðinna stéttarfélaga í Félagsdómi. Var þar um að ræða skerðingu á þegar áunnum réttindum sem félagar annarra stéttarfélaga þurftu ekki að þola. I dóminum var því slegið föstu að löggjaftnn hafi til þess ríkan rétt að standa vörð um efnahagsleg markmið en síðan sagði: „Hins vegar verður að haga almennri lagasetningu í samræmi við þá jafnræðisreglu, sem hér á við og víða er byggt á í stjómarskrá Islands ...“. Þar sem á það þótti skorta voru lögin ekki skuldbindandi í málinu varðandi hina tilteknu launahækkun. Sjá einnig umfjöllun Olafs Jóhannessonar um stjórnskipunarlega jafnræðisreglu við skattlagningu í Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands. 2. útg., Reykjavík 1978, bls. 449-450. 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.