Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 18
ancillary market). Varðandi hið fyrrnefnda bendir Richard Whish36 á að niður- staða í máli Telemarketing gegn CLT37 bendi til þess að 86. gr. Rs. taki til misnotkunar á þeim markaði einnig. Whish gengur þó lengra og telur hann líklegast að 86. gr. taki einnig til misnotkunar á markaði sem ekki styður aðra starfsemi fyrirtækisins.38 A þetta vandamál hefur reynt í íslenskum sam- keppnisrétti m.a. í máli vegna kvörtunar Landssambands íslenskra raf- verkataka vegna Mjóikursamlags Borgfírðinga.39 Málavextir voru þeir að mjókursamlagið sendi dreifibréf til bænda þar sem því var lýst yfir að samlagið tæki að sér viðhald á mjaltabúnaði og kælitönkum á samlagssvæðinu. í bréfinu kom fram að bændur þyrftu aðeins að greiða 65% af vinnulaunum við viðgerðir og að ekki yrði innheimt gjald fyrir ferða- og vélakostnað. Var bændum jafn- framt bent á að snúa sér til ákveðins rafverktakafyrirtækis í Borgamesi. Lands- samband íslenskra rafverktaka gerði athugasemd við það að mjólkursamlagið sem hafði einkarétt til mjólkurvinnslu á svæðinu greiddi niður kostnað vegna rafmagnsviðgerða. Mjólkursamlagið gaf þær skýringar á bréfinu að nauðsyn- legt væri að beina bændum til aðila sem hefði sérþekkingu á viðgerðum á raf- búnaði kælitanka og mjaltakerfa. Þessu var hins vegar mótmælt af rafverktaka á svæðinu og féllst Samkeppnisráð á sjónarmið rafverktakans með vísan til þess að önnur mjólkurbú töldu ekki ástæðu til að hafa afskipti af rafviðgerðum. Samkeppnisráð sagði síðan í niðurstöðu sinni: Mjólkursamlagið hefur einkaleyfi til að safna og vinna úr mjólk hjá framleiðendum á samlagssvæðinu. Samlagið hefur í skjóli einkaréttarins og tengsla við bændur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni í viðgerðum á rafbúnaði kælitanka og mjaltakerfa án þess að taka tillit til keppinauta á þeim markaði. Með því að greiða niður ákveðin viðskipti bænda við tiltekinn rafverktaka er samlagið að beina viðskiptum þeirra til hans. Þetta hlýtur að hafa skaðleg áhrif á samkeppnishæfni annarra rafverktaka á svæðinu og stríðir gegn markmiði samkeppnislaga og ákvæðum 17. gr. laganna.40 4.6 Tíminn Tíminn getur skipt máli varðandi mat á því hvort fyrirtæki verði talið hafa misnotað aðstöðu sína. Þetta sjónarmið kemur sjaldnast beint fram í fræðiritum en ljóst má vera að stofnanir ESB taka tillit til þess hvort ólögmæti háttsemi hins markaðsráðandi fyrirtækis stóð yfir í eina viku eða hvort um langvarandi 36 Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, hls. 274. 37 Centre Belge d’Etudes de Marche Telemarketing v. CLT (1985) ECR 3261; 1986 2 CMLR 558. Sjá einnig Re Euro-Port A/S v. Denmark (1994) 5 CMLR 457. 38 Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 275. 39 Kvörtun Landssambands fslenskra rafverktaka vegna Mjólkursamlags Borgfírðinga, ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 35/1994, bls. 127. 40 Sjá ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 35/1994, bls. 130. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.