Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 34
6.5 Kaupbætir (e. tie-in contracts) 6.5.1 Almennt í d-lið 2. mgr. 86. gr. Rs. segir að óheimilt sé að gera það að skilyrði fyrir samningsgerð að viðsemjandi taki á sig viðbótargreiðslur sem í eðli sínu eða samkvæmt viðskiptavenju eru án tengsla við efni slíks samnings100 eða svokall- aðan kaupbæti. Þetta álitaefni var m.a. til skoðunar í máli Hilti gegn fram- kvæmdastjórn ESB.101 Fyrirtækið sem átti einkaleyfi á skothylkjalengjum fyrir naglabyssur framleiddi einnig nagla fyrir byssurnar í samkeppni við aðra aðila. I málinu var upplýst að stefna fyrirtækisins var að selja aðeins skothylkja- lengjurnar til þeirra viðskiptavina sem keyptu einnig nagla frá fyrirtækinu. Þetta var talið augljóst brot á 86. gr. Rs. Sambærilegt dærni er að finna í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um Tetra Pak (mál nr. II).102 Upplýst var að viðskiptavinir fyrirtækisins voru skyldaðir til að kaupa pappaumbúðir og þjónustu frá Tetra Pak. Þetta var talið misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Athyglisvert tilvik kom upp í einu af fyrstu málunum þar sem reyndi á 86. gr. Rs., þ.e. í máli IBM gegn framkvæmdastjórn ESB.103 Eitt af kvörtunar- efnunum var að IBM seldi tvær eða fleiri óskyldar vörur saman í pakka án þess að gefa upp sérstakt verð (e. bundling), þ.e. hugbúnaðinn og móðurborð tölv- unnar. Væntanlega er hér um dæmigerða misnotkun á aðstöðu að ræða en aðilar málsins komust að samkomulagi áður en úrskurður var kveðinn upp. 6.5.2 Kaupbætir á afsláttarkjörum (e. tie-in discounts) í máli Hoffman-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB104 var eitt af kvörtunarefnunum að fyrirtækið var með afsláttarkerfi þar sem viðskiptavinur sem keypti eina vöru fékk afslátt á öðrum vörum fyrirtækisins. Evrópu- dómstóllinn taldi að þetta kerfi kæmi í veg fyrir að viðskiptamenn keyptu hjá samkeppnisaðilum og væri því brot á d-lið 2. mgr. 86. gr. Rs. A svipað vandamál reyndi í máli Michelin gegn framkvæmdastjórn ESB.105 Fyrirtækið gaf 0,5% afslátt á hjólbörðum fyrir þungavinnuvélar ef viðskiptamennirnir náðu tilteknu sölumarki fyrir venjulega hjólbarða. Fram- kvæmdastjórnin taldi þetta brot á d-lið 2. mgr. 86. gr. Rs. Fyrir dóminum gaf fyrirtækið þá skýringu að afsláttur þessi væri aðeins gefinn vegna tímabundins skorts á hjólbörðum fyrir þungavinnuvélar, sem gerði það að verkum að 100 Hér er stuðst við þýðingu úr Evrópurétti Stefáns Más Stefánssonar, bls. 347. 101 Hilti gegn framkvæmdastjórn ESB [1992] 4 CMLR 16; [1991] ECR 1439; [1988] OJL 65/19. 102 Tetra Pak II [1992] 4 CMLR 551. 103 IBM gegn framkvæmdastjórn ESB [1981] ECR 2639; 3 CMLR 635. GVL [1981] 1 CMLR 221. 104 Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB [1979] ECR 461 [1979] 3 CMLR 211. 105 Michelin gegn framkvæmdastjórn ESB [1983] ECR 3461; [1985] 1 CMLR 282. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.