Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 42
reglna hefur svo aftur verið talið að svigrúm dómstóla sé meira til að víkja frá
fordæmum sem eru réttarheimildir fyrir réttarreglum en öðrum réttarheimildum
svo sem settum lögum eða réttarvenju.8 Því verður að álykta að líklegast sé að
Hæstiréttur muni reynast tregari til þess að víkja lögum eða réttarreglu sem
byggir á öðrum réttarheimildum til hliðar á gundvelli 65. gr. stjórnarskrárinnar
en að byggja á henni með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Samkvæmt því
verður ekki talið að dómurinn sýni að á grundvelli 65. gr. stjórnarskrárinnar
muni Hæstiréttur ekki hika við að víkja réttarreglu til hliðar. Þá verður ekkert
ráðið af dóminum um það hvort og ef svo er að hvaða leyti 65. gr. stjómar-
skrárinnar verður beitt um meðferð framkvæmdavaldsins.
Hin nýja stefna Hæstaréttar virðist eins og áður sagði sýna ráðagerð réttarins
um það að 65. gr. stjórnarskrárinnar muni ná tilgangi sínum í framtíðinni.
Mikilvæg almenn ályktun sem dregin verður af dómi Hæstaréttar frá 20. febrúar
1997 í málinu Guðrún Eiríksdóttir gegn íslenska ríkinu er því að mati höfundar
þessarar greinar sú að í honum felist vísbending um það að Hæstiréttur muni
leggja sitt af mörkum í því skyni að 65. gr. stjórnarskrárinnar nái tilgangi sínum
í framtíðinni.
3. NOKKUR ORÐ UM SÉRREGLU 65. GR. STJÓRNARSKRÁRINNAR
UM JAFNRÉTTI KYNJANNA OG JÁKVÆÐAR SKYLDUR RÍKIS-
VALDSINS
Dómur Hæstaréttar frá 20. febrúar í málinu Guðrún Eiríksdóttir gegn íslenska
ríkinu varðar jafrétti kynjanna en regla 65. gr. stjórnarskrárinnar felur í sér
annars vegar sérreglu um jafnrétti kynjanna en hins vegar almenna jafnræðis-
reglu.
Sérreglan um jafnrétti kynjanna var ekki í upphaflega frumvarpinu til
stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni heldur hljóðaði sú regla
sem þar var lögð til einfaldlega þannig:
Allir skulu vera jafnir fyrir lögum án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.9
Reglunni um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna var bætt inn
af stjómarskrámefnd eftir fyrstu umræðu um fmmvarpið til að koma til móts
við ábendingar um að sérstakt ákvæði um jafnrétti kynjanna vantaði í fmm-
8 Ármann Snævarr telur að dómstólarnir hafi meira svigrúm til að endurskoða fordæmi, meta
hallkvæmni þeirra og hafna þeim eftir atvikum en vera myndi t.d. um sett lög. Sjá Ármann
Snævarr: Almenn lögfræði, Reykjavík 1988, bls. 221.
9 Greinargerð, bls. 1
98