Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 48
4.2 Hvað er það í meðferð ríkisvaldsins sem hin almenna jafnræðisregla snertir? Þegar því hefur verið slegið föstu að 65. gr. varði alla þrjá þætti ríkisvaldsins, löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald rís spumingin um það hvað það er nánar tiltekið í meðferð ríkisvaldsins sem heyrir undir svið hinnar almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar? Nær hún til meðferðar ríkisvaldsins almennt eða aðeins á tilteknum sviðum? Orðalag 65. gr.: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til ..." getur við fyrstu sýn gefið tilefni til vafa um gildissvið hennar að þessu leyti. Er átt við að menn njóti jafnræðis einungis varðandi þau stjórnar- skrárbundnu mannréttindi sem þeir njóta sem væri sambærilegt við gildissvið 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu25 eða eiga menn að njóta jafnrar stöðu fyrir lögunum með víðtækari hætti sem væri meira í samræmi við 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi?26 Sú regla sem upphaflega var lögð til hafði annað orðalag og þar sagði ein- ungis: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum án tillits til ,..“.27 í greinargerð var lögð áhersla á það að útskýra að reglan ætti að hafa víðara gildissvið en 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og að hún fæli ekki einungis í sér að allir ættu að njóta mannréttinda án mismununar heldur væri henni ætlað að gilda á öllum sviðum löggjafar.28 Eftir fyrstu umræðu um frumvarpið fékk stjórnarskrárnefnd það til umfjöll- unar. Henni barst m.a. gagnrýni þess efnis að það vantaði ákvæði í jafnræðis- regluna um að allir skyldu njóta mannréttinda.29 Nefndin lagði því til breytingu á orðalaginu og orðunum „og njóta mannréttinda“ var bætt inn í jafnræðis- regluna. I nefndarálitinu var tekið fram að það væri gert til áréttingar og að nefndin liti svo á að jafnræðisreglan ætti að sjálfsögðu við um öll mannréttindi 25 í 14. gr. mannréttindasáttmálans segir: „Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits ...“. (áherslu bætt við hér) 26 I 26. gr. alþjóðasamningsins segir: „Allir eru jafnir fyrir iögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar". Vernd 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er ekki takmörkuð við svið þeirra mannréttinda sem sett eru fram í samningnum sjálfum. Sjá umfjöllun í Lars Adam Rehof og Tyge Trier: Menneskeret, Kaupmannahöfn 1990, bls. 399. 27 Sjá greinargerð, bls. 1. 28 Greinargerð, bls. 17. 29 Sjá Nefndarálit um frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, þingskjal nr. 758, 118. löggjafarþing (1994-95), bls. 4. Athugasemd um þetta efni er að finna í tveimur umsögnum, sjá: Félag UNIFEM á íslandi: Bréf til Hr. alþingismanns Geirs H. Haarde, dagsett 16. janúar 1995, óútgefið, fáanlegt hjá nefndadeild Alþingis, bls. 1 og Barnaheill: Athugasemdir við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá Islands nr. 33/1944, dagsettar í Reykjavík 23. janúar 1995, óútgefnar, fáanlegar hjá nefndadeild Alþingis, bls. 3. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.