Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 48
4.2 Hvað er það í meðferð ríkisvaldsins sem hin almenna jafnræðisregla snertir? Þegar því hefur verið slegið föstu að 65. gr. varði alla þrjá þætti ríkisvaldsins, löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald rís spumingin um það hvað það er nánar tiltekið í meðferð ríkisvaldsins sem heyrir undir svið hinnar almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar? Nær hún til meðferðar ríkisvaldsins almennt eða aðeins á tilteknum sviðum? Orðalag 65. gr.: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til ..." getur við fyrstu sýn gefið tilefni til vafa um gildissvið hennar að þessu leyti. Er átt við að menn njóti jafnræðis einungis varðandi þau stjórnar- skrárbundnu mannréttindi sem þeir njóta sem væri sambærilegt við gildissvið 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu25 eða eiga menn að njóta jafnrar stöðu fyrir lögunum með víðtækari hætti sem væri meira í samræmi við 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi?26 Sú regla sem upphaflega var lögð til hafði annað orðalag og þar sagði ein- ungis: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum án tillits til ,..“.27 í greinargerð var lögð áhersla á það að útskýra að reglan ætti að hafa víðara gildissvið en 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og að hún fæli ekki einungis í sér að allir ættu að njóta mannréttinda án mismununar heldur væri henni ætlað að gilda á öllum sviðum löggjafar.28 Eftir fyrstu umræðu um frumvarpið fékk stjórnarskrárnefnd það til umfjöll- unar. Henni barst m.a. gagnrýni þess efnis að það vantaði ákvæði í jafnræðis- regluna um að allir skyldu njóta mannréttinda.29 Nefndin lagði því til breytingu á orðalaginu og orðunum „og njóta mannréttinda“ var bætt inn í jafnræðis- regluna. I nefndarálitinu var tekið fram að það væri gert til áréttingar og að nefndin liti svo á að jafnræðisreglan ætti að sjálfsögðu við um öll mannréttindi 25 í 14. gr. mannréttindasáttmálans segir: „Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits ...“. (áherslu bætt við hér) 26 I 26. gr. alþjóðasamningsins segir: „Allir eru jafnir fyrir iögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar". Vernd 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er ekki takmörkuð við svið þeirra mannréttinda sem sett eru fram í samningnum sjálfum. Sjá umfjöllun í Lars Adam Rehof og Tyge Trier: Menneskeret, Kaupmannahöfn 1990, bls. 399. 27 Sjá greinargerð, bls. 1. 28 Greinargerð, bls. 17. 29 Sjá Nefndarálit um frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, þingskjal nr. 758, 118. löggjafarþing (1994-95), bls. 4. Athugasemd um þetta efni er að finna í tveimur umsögnum, sjá: Félag UNIFEM á íslandi: Bréf til Hr. alþingismanns Geirs H. Haarde, dagsett 16. janúar 1995, óútgefið, fáanlegt hjá nefndadeild Alþingis, bls. 1 og Barnaheill: Athugasemdir við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá Islands nr. 33/1944, dagsettar í Reykjavík 23. janúar 1995, óútgefnar, fáanlegar hjá nefndadeild Alþingis, bls. 3. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.