Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 12
kerfi og margt fleira. Þegar slík atriði gefa vísbendingu um markaðsyfirráð getur minni markaðshlutdeild dugað. Það er athyglisvert að skoða íslenskan rétt með hliðsjón af ofansögðu en sam- kvæmt a-lið 1. mgr. 17. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 ber Samkeppnisstofnun að grípa til aðgerða gegn því að fyrirtæki nái, viðhaldi eða styrki markaðsráðandi stöðu sína. I 4. gr. laganna er hugtakið markaðsráðandi staða skilgreint þannig: Markaðsráðandi staða er þegar fyrirtæki hefur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og það getur að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda. Akvæði þetta er ekki skýrt nánar í greinargerð en það sem vekur athygli er að þessi orðskýring er því sem næst orðrétt tekin upp úr skilgreiningu Evrópudóm- stólsins í United Brands-málinu.13 Þetta gefur vísbendingu um að löggjafinn hafi ætlast til þess að réttur ESB sé hafður til hliðsjónar við skýringar á hugtakinu í íslenskum rétti. Til fróðleiks má benda á að markaðsyfirráð voru tekin til skoðunar í ákvörðun Samkeppnisráðs vegna kvörtunar á viðskipta- háttum Bónuss sf. og Baugs hf.14 Samkeppnisstofnun komst að þeirri niður- stöðu að sameiginleg markaðshlutdeild Bónuss sf. og Hagkaups hf., sameigin- legra eigenda Baugs hf., væri áætluð 33%, en hlutdeild þeirra fyrirtækja sem næst komu 4-6%. I ákvörðun Samkeppnisráðs segir að þótt markaðshlutdeild skipti mestu máli við mat á markaðsráðandi stöðu fyrirtækis þurfi hún ekki alltaf að vera mjög há til að um markaðsyfirráð sé að ræða. Tæknilegt forskot fyrirtækja og fullkomið dreifingarkerfi stuðli t.d. að markaðsráðandi stöðu fyrirtækjanna. Jafnframt gefi sterk fjárhagslega staða fyrirtækis og auðveldur aðgangur að fjármagni vísbendingu um markaðsyfirráð. Samkeppnisyfirvöld töldu með vísan til þessa að Baugur hf. hefði markaðsráðandi stöðu. 3.3 Fyrirtæki Eitt af hugtaksskilyrðum 1. mgr. 86. gr. Rs. er að samkeppnisbrotið sé framið af fyrirtæki.15 Þessi hugtakanotkun er þó í sjálfu sér ekki nauðsynleg enda er í rétti ýmissa landa dæmi um að ekki sé tilgreint sérstaklega hver geti brotið gegn samkeppnisreglum. Dæmi um slíkt er 2. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 þar sem segir að lögin eigi við um atvinnustarfsemi án tillits til þess hvort hún sé rekin 13 Sjá nánar um þetta umfjöllun um markaðsyfirráð skv. 54. gr. EES-samningsins hér að framan. 14 Kvartanir vegna viðskiptahátta Bónuss sf. og Baugs hf., ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 7/1995, óbirt en úrdráttur úr ákvörðuninni birtist í Samkeppni, fréttabréfi Samkeppnis- stofnunar, nr. 19, mars 1995. 15 Það er hefð fyrir því að þýða enska hugtakið „undertaking" sem fyrirtæki en þessi þýðing er hins vegar ónákvæm og ágreiningslaust er að hugtakið fyrirtæki eins og það er notað í samkeppnisreglum nær yfir fleira en það sem kallast fyrirtæki samkvæmt almennri orð- notkun. 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.