Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 51
á þeim kennimerkjum.35 Sem dæmi um þau vandamál sem almennar jafnræðis- reglur áttu að fela í sér nefndi Ross stjórnarskrárbundnar reglur um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Hann taldi sHkar reglur án allrar sjálfstæðrar áþreifanlegrar merkingar og að þær getu aðeins falið annað tveggja í sér: a) að lögunum, hvert sem efni þeirra nú er, skuli beita án tillits til þess um hvern þeim er beitt eða b) að lögin megi ekki byggja á sjónarmiðum sem eru ómálefnaleg eða óréttlát en það feli ekki í sér efnislega reglu heldur aðeins huglæga og tilfinningalega viljayfirlýsingu. Sem annað dæmi nefndi Ross almenna jafn- ræðisreglu í stjórnsýslurétti og vísaði til sömu sjónarmiða.36 Niðurstaða Ross var sú að ef ekki eigi að líta á almenna jafnræðisreglu sem formlega reglu heldur efnislega sem feli þá í sér að ekki megi byggja á við- miðunum nema þau séu „málefnaleg“, „sanngjöm“ eða „réttlát“ þýði það í raun að hugmyndin um jafnrétti hverfi og við taki huglægt og tilfinningalegt mat á því hvað sé „réttlátt“. Slíkt sé ekki nein regla heldur uppgjöf við allar tilraunir til rökréttrar greiningar á máli. Samkvæmt þessari greiningu Ross gæti hin almenna jafnræðisregla stjómar- skrárinnar falið í sér efnislega reglu um skyldu rrkisvaldsins og rétt borgaranna aðeins í sambandi við þau kennimerki sem beinlínis era þar upp talin í 65. gr., þ.e. kynferði, trúarbrögð, skoðanir o.s.frv. en ekki í sambandi við „stöðu að öðra leyti“. Strax árið 1965 setti Carl Aage Nprgaard fram ný sjónarmið að þessu leyti. Hann benti á það að það væri nú umdeilanlegt hvort slíkur munur væri á almennum og sérstökum jafnræðisreglum sem Ross vildi vera láta.37 Nprgaard rakti síðan dæmi þess úr erlendri réttarframkvæmd að almennar stjórnskipunar- réttarlegar jafnræðisreglur hafi einmitt falið í sér efnisreglur sem borgararnir hafi getað byggt rétt á fyrir dómi. Því ályktaði hann að þótt almenn jafnræðis- regla hafi einangrað séð og út frá orðalagi sínu einu saman ekki í sér fólgið efnislegt innihald þá geti hún með beitingu dómstólanna á henni öðlast stöðu efnisreglu. Þannig kemst Nprgaard að þeirri niðurstöðu að almenn jafnræðis- regla fái efnislegt innihald þegar upp kemur þörf fyrir beitingu hennar í réttarframkvæmd.38 Síðan heldur hann áfram í hinni tilvitnuðu tímaritsgrein og rökstyður það út frá dómafordæmum að í dönskum stjórnsýslurétti rrki almenn jafnræðisregla sem ekki var lögfest árið 1965. Alf Ross hefur einnig í hlutverki sínu sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu sjálfur á síðari stigum hafnað greiningu sinni á almennum jafnræðis- 35 Alf Ross: Om ret og retfærdighed, Nyt Nordisk Forlag - Arnold Busck, Kaupmannahöfn, 1953, bls. 371. 36 Alf Ross: Om ret og retfærdighed, Nyt Nordisk Forlag - Arnold Busck, Kaupmannahöfn, 1953, bls. 371-373. 37 Carl Aage Norgaard: Bemærkninger om domstolenes stilling til en lighedsgrund- sætning i dansk forvaltningsret, Juristen, Kaupmannahöfn, 1965, bls 2. 38 Cari Aage Nprgaard: Bemærkninger om domstolenes stilling til en lighedsgrund- sætning i dansk forvaltningsret, Juristen, Kaupmannahöfn, 1965, bls. 4-5. 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.