Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 51
á þeim kennimerkjum.35 Sem dæmi um þau vandamál sem almennar jafnræðis- reglur áttu að fela í sér nefndi Ross stjórnarskrárbundnar reglur um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Hann taldi sHkar reglur án allrar sjálfstæðrar áþreifanlegrar merkingar og að þær getu aðeins falið annað tveggja í sér: a) að lögunum, hvert sem efni þeirra nú er, skuli beita án tillits til þess um hvern þeim er beitt eða b) að lögin megi ekki byggja á sjónarmiðum sem eru ómálefnaleg eða óréttlát en það feli ekki í sér efnislega reglu heldur aðeins huglæga og tilfinningalega viljayfirlýsingu. Sem annað dæmi nefndi Ross almenna jafn- ræðisreglu í stjórnsýslurétti og vísaði til sömu sjónarmiða.36 Niðurstaða Ross var sú að ef ekki eigi að líta á almenna jafnræðisreglu sem formlega reglu heldur efnislega sem feli þá í sér að ekki megi byggja á við- miðunum nema þau séu „málefnaleg“, „sanngjöm“ eða „réttlát“ þýði það í raun að hugmyndin um jafnrétti hverfi og við taki huglægt og tilfinningalegt mat á því hvað sé „réttlátt“. Slíkt sé ekki nein regla heldur uppgjöf við allar tilraunir til rökréttrar greiningar á máli. Samkvæmt þessari greiningu Ross gæti hin almenna jafnræðisregla stjómar- skrárinnar falið í sér efnislega reglu um skyldu rrkisvaldsins og rétt borgaranna aðeins í sambandi við þau kennimerki sem beinlínis era þar upp talin í 65. gr., þ.e. kynferði, trúarbrögð, skoðanir o.s.frv. en ekki í sambandi við „stöðu að öðra leyti“. Strax árið 1965 setti Carl Aage Nprgaard fram ný sjónarmið að þessu leyti. Hann benti á það að það væri nú umdeilanlegt hvort slíkur munur væri á almennum og sérstökum jafnræðisreglum sem Ross vildi vera láta.37 Nprgaard rakti síðan dæmi þess úr erlendri réttarframkvæmd að almennar stjórnskipunar- réttarlegar jafnræðisreglur hafi einmitt falið í sér efnisreglur sem borgararnir hafi getað byggt rétt á fyrir dómi. Því ályktaði hann að þótt almenn jafnræðis- regla hafi einangrað séð og út frá orðalagi sínu einu saman ekki í sér fólgið efnislegt innihald þá geti hún með beitingu dómstólanna á henni öðlast stöðu efnisreglu. Þannig kemst Nprgaard að þeirri niðurstöðu að almenn jafnræðis- regla fái efnislegt innihald þegar upp kemur þörf fyrir beitingu hennar í réttarframkvæmd.38 Síðan heldur hann áfram í hinni tilvitnuðu tímaritsgrein og rökstyður það út frá dómafordæmum að í dönskum stjórnsýslurétti rrki almenn jafnræðisregla sem ekki var lögfest árið 1965. Alf Ross hefur einnig í hlutverki sínu sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu sjálfur á síðari stigum hafnað greiningu sinni á almennum jafnræðis- 35 Alf Ross: Om ret og retfærdighed, Nyt Nordisk Forlag - Arnold Busck, Kaupmannahöfn, 1953, bls. 371. 36 Alf Ross: Om ret og retfærdighed, Nyt Nordisk Forlag - Arnold Busck, Kaupmannahöfn, 1953, bls. 371-373. 37 Carl Aage Norgaard: Bemærkninger om domstolenes stilling til en lighedsgrund- sætning i dansk forvaltningsret, Juristen, Kaupmannahöfn, 1965, bls 2. 38 Cari Aage Nprgaard: Bemærkninger om domstolenes stilling til en lighedsgrund- sætning i dansk forvaltningsret, Juristen, Kaupmannahöfn, 1965, bls. 4-5. 107

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.