Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 17
andi fyrirtæki hefði beitt viðskiptamenn sína efnahagslegum þrýstingi og þar af leiðandi var grundvöllur til að telja að fyrirtækið hefði misnotað stöðu sína á markaðinum. 4.4 Hlutlægar afsökunarástæður Sú regla hefur mótast í meðförum dómstóla ESB að athafnir sem að jafnaði yrðu taldar fela í sér misnotkun geti verið réttlætanlegar vegna svokallaðra hlutlægra afsökunarástæðna (e. objective justification). Fyrirtæki bera það gjarnan fyrir sig að hlutlægar afsökunarástæður eigi við um athafnir þeirra og víða má finna hugmyndaríkar röksemdir gegn ásökunum um misnotkun á þessum grundvelli. Venjan er því sú að dómstólar telja þörf á að fara nokkrum orðum um það hvort hegðun hins markaðsráðandi fyrirtækis sé réttlætanleg. Hér má t.d. nefna mál United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB þar sem dómurinn segir að sölusynjun til viðskiptamanns gæti ekki verið réttlætt með hlutlægum hætti.33 í máli Hilti gegn framkvæmdastjórn ESB34 hafði fyrirtæki bundið sölu á skothylkjum í naglabyssur við að naglar væru keyptir jafnhliða. Fyrirtækið hélt því fram að þetta athæfi væri réttlætanlegt af öryggisástæðum. Undirréttur ESB hafnaði þessu og benti á að það væri hlutverk viðkomandi stjórnvalda að skera úr um hvort vara væri hættuleg eða ekki en ekki hins markaðsráðandi fyrirtækis. Önnur algeng málsvörn er að réttlæta tilteknar athafnir á þeirri forsendu að þær séu gerðar í því skyni að vernda viðskipta- hagsmuni hins markaðsráðandi fyrirtækis gegn ólögmætri samkeppni. Þessi rök hafa ekki verið talin gild ef umræddar athafnir fela í sér misnotkun þar sem það er ekki í höndum fyrirtækja að grípa til ráðstafana gegn ólögmætum viðskipta- aðferðum annarra.35 A hinn bóginn má nefna sem dæmi að það er talin rétt- lætanleg hegðun markaðsráðandi fyrirtækis að neita að eiga viðskipti við aðila sem er í skuld við fyrirtækið á meðan skuldin hefur ekki verið greidd. Þegar skuldin hefur verið greidd fellur þessi heimild niður. 4.5 Misnotkun á hliðsettum markaði Sérstakt vandamál rís þegar fyrirtæki sem hefur markaðsyfirráð á einum markaði flytur sig yfir á nýjan markað þar sem það hefur ekki markaðsyfirráð. Fyrirtækið nýtur að sjálfsögðu ákveðinna forréttinda á þeim markaði einnig, svo sem aðgangs að rekstrarfé o.fl. Þetta vandamál hefur nokkuð verið skoðað af fræðimönnum án þess að markaðar hafi verið ákveðnar línur. Greina má vandamálið í tvo þætti, það er annars vegar hvort um sé að ræða markað sem styður aðra starfsemi fyrirtækisins (e. ancillary market) eða ekki (e. non- 33 United Brands gegn framkvæmdastjórn ESB (1978) 1 CMLR 429; (1978) ECR 207. 34 Hilti gegn framkvæmdastjórn ESB (1992) 4 CMLR 16; (1991) ECR 1439; (1988) OJL 65/19. 35 BPB Industries and British Gypsum gegn framkvæmdastjórn ESB (1993) 5 CMLR 32. §§ 118. 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.