Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 36
kvæmdastjórn ESB.109 Fyrirtækið (BT) bannaði starfsemi aðila sem önnuðust framsendingu á skilaboðum (e. message-forwarding agencies) í Bretlandi og var bannið byggt á ákvæðum laga um einkarétt BT á fjarskiptum í Bretlandi. Framkvæmdastjórnin taldi að BT sem væri einokunarfyrirtæki á tilteknu sviði yrði að beita þessum einkarétti sínum til samræmis við samkeppnisreglur ESB.110 6.6.4 Samtök um eignarrétt að hugverkaréttindum I nokkrum málum hafa komið upp álitaefni varðandi fyrirtæki, sem starfa sem samtök eigenda hugverkaréttinda. Þessi samtök eru að jafnaði með einkarétt á viðkomandi sviði og háttsemi þeirra getur brotið gegn 86. gr. Rs. Mál BRT gegn SABAM* * 111 snérist um það hvort regla er bannaði eiganda hugverkaréttar er vildi standa utan slíkra samtaka að selja réttindi sín í allt að fimm ár frá því að hann hætti í félaginu. Niðurstaðan af þessu og öðrum sambærilegum málum varð sú almenna regla að slík samtök megi setja þær skyldur á félagsmenn sína sem nauðsynlegar eru til að ná markmiðum samtakanna, að öðrum kosti hindruðu þær frelsi félagsmanna til að notfæra sér hugverkaréttindi sín.112 6.6.5 Abyrgðaryfírlýsing I máli Tetra Pak II113 setti fyrirtækið fram þá kröfu að ábyrgðaryfirlýsing með vörunni gilti því aðeins að viðskiptamaður samþykkti öll ákvæði samnings aðila en ekki einungis þau er vörðuðu notkun viðkomandi vöru. Þetta var talið brot á 86. gr. Rs. 6.7 Sameining félaga I 86. gr. Rs. er ekki að finna neitt bann við því að markaðsráðandi fyrirtæki sameinist öðru fyrirtæki. Það var því óljóst á fyrstu árum ESB hvort samruni væri bannaður eða ekki. Ur þessari réttaróvissu var bætt með dómi í máli Continental Can gegn framkvæmdastjórn ESB114 þar sem Evrópudómstóll- inn staðfesti að 86. gr. Rs. gæti einnig náð til samruna fyrirtækja. Samkvæmt þeirri niðurstöðu átti reglan aðeins við ef annað hvort fyrirtækjanna var markaðsráðandi fyrir samrunann. Reglan átti hins vegar ekki við ef tvö eða fleiri fyrirtæki sem ekki voru með markaðsyfirráð sameinuðust í eitt fyrirtæki sem hafði markaðsyfirráð eftir sameininguna. Ur þessu var síðan bætt með 109 British Telecommunications gegn framkvæmdastjórn ESB [1983] 1 CMLR 457. 110 Ibid §§ 33. 111 BRT v. SABAM [1974] ECR 313; [1974] 2 CMLR 238. 112 Bellamy & Child, Common Market Law of Competition, 1993, Sweet & Maxwell, London, p. 634. 113 Tetra Pak II [1992] 4 CMLR 551. 114 Continental Can gegn framkvæmdastjórn ESB [1973] ECR 215; [1973] CMLR 199. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.