Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Side 36

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Side 36
kvæmdastjórn ESB.109 Fyrirtækið (BT) bannaði starfsemi aðila sem önnuðust framsendingu á skilaboðum (e. message-forwarding agencies) í Bretlandi og var bannið byggt á ákvæðum laga um einkarétt BT á fjarskiptum í Bretlandi. Framkvæmdastjórnin taldi að BT sem væri einokunarfyrirtæki á tilteknu sviði yrði að beita þessum einkarétti sínum til samræmis við samkeppnisreglur ESB.110 6.6.4 Samtök um eignarrétt að hugverkaréttindum I nokkrum málum hafa komið upp álitaefni varðandi fyrirtæki, sem starfa sem samtök eigenda hugverkaréttinda. Þessi samtök eru að jafnaði með einkarétt á viðkomandi sviði og háttsemi þeirra getur brotið gegn 86. gr. Rs. Mál BRT gegn SABAM* * 111 snérist um það hvort regla er bannaði eiganda hugverkaréttar er vildi standa utan slíkra samtaka að selja réttindi sín í allt að fimm ár frá því að hann hætti í félaginu. Niðurstaðan af þessu og öðrum sambærilegum málum varð sú almenna regla að slík samtök megi setja þær skyldur á félagsmenn sína sem nauðsynlegar eru til að ná markmiðum samtakanna, að öðrum kosti hindruðu þær frelsi félagsmanna til að notfæra sér hugverkaréttindi sín.112 6.6.5 Abyrgðaryfírlýsing I máli Tetra Pak II113 setti fyrirtækið fram þá kröfu að ábyrgðaryfirlýsing með vörunni gilti því aðeins að viðskiptamaður samþykkti öll ákvæði samnings aðila en ekki einungis þau er vörðuðu notkun viðkomandi vöru. Þetta var talið brot á 86. gr. Rs. 6.7 Sameining félaga I 86. gr. Rs. er ekki að finna neitt bann við því að markaðsráðandi fyrirtæki sameinist öðru fyrirtæki. Það var því óljóst á fyrstu árum ESB hvort samruni væri bannaður eða ekki. Ur þessari réttaróvissu var bætt með dómi í máli Continental Can gegn framkvæmdastjórn ESB114 þar sem Evrópudómstóll- inn staðfesti að 86. gr. Rs. gæti einnig náð til samruna fyrirtækja. Samkvæmt þeirri niðurstöðu átti reglan aðeins við ef annað hvort fyrirtækjanna var markaðsráðandi fyrir samrunann. Reglan átti hins vegar ekki við ef tvö eða fleiri fyrirtæki sem ekki voru með markaðsyfirráð sameinuðust í eitt fyrirtæki sem hafði markaðsyfirráð eftir sameininguna. Ur þessu var síðan bætt með 109 British Telecommunications gegn framkvæmdastjórn ESB [1983] 1 CMLR 457. 110 Ibid §§ 33. 111 BRT v. SABAM [1974] ECR 313; [1974] 2 CMLR 238. 112 Bellamy & Child, Common Market Law of Competition, 1993, Sweet & Maxwell, London, p. 634. 113 Tetra Pak II [1992] 4 CMLR 551. 114 Continental Can gegn framkvæmdastjórn ESB [1973] ECR 215; [1973] CMLR 199. 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.