Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 41
hinnar ólögfestu réttarreglu íslensks skaðabótaréttar að tjónþola beri hvorki meira né minna en fullar bætur fyrir tjón sitt vegna skerts aflahæfis og því sönnunar- og líkindamati sem sú réttarregla felur í sér.7 Hugtakið fullar bætur er háð mati dómstóla og þegar um örorkutjón er að ræða er verið að meta hverjar framtíðartekjur tjónþola hefðu orðið án örorkunnar þannig að tjónþoli verði eins settur og tjónið hefði ekki orðið. Til grundvallar mati dómstóla liggja sönnunargögn, þ.e. þær staðreyndir sem liggja fyrir um tjónþola svo sem um starfsgrein sem hann hefur valið sér, aðrar staðreyndir svo sem um meðaltekjur í tiltekinni starfsgrein og síðast en ekki síst örorkutjónsútreikningar sem oft byggja á þessum staðreyndum og líkum sem af þeim verða leiddar. Það sem gerðist í umræddu máli var að Hæstiréttur við heildarmat sitt á öllum stað- reyndum og líkum varðandi framtíðartekjutap stúlkunnar vék frá því sjónarmiði að líklegast sé að tekjur stúlkna í framtíðinni verði minni en pilta. Með vísan til 65. gr. stjórnarskrárinnar taldi Hæstiréttur sér óheimilt að draga slíka ályktun. Það sem hér var um að ræða var því að þótt e.t.v. væri rökrétt miðað við stað- reyndir úr fortíðinni að áætla stúlkum lægri tekjur en drengjum þá taldi Hæsti- réttur með vísan til 65. gr. stjórnarskrárinnar að það gæti „...ekki ráðið úrslitum, þegar til framtíðar er litið“. Þannig má segja að í dóminum felist ráðagerð um það að 65. gr. stjórnarskrárinnar muni ná tilgangi sínurn í framtíðinni. I dóminum var ekki um það að ræða að hinni ólögfestu réttarreglu um að tjónþola beri fullar bætur vegna tjóns síns væri vikið til hliðar eða breytt. Ekki verður heldur sagt að dómurinn varði túlkun á inntaki réttarreglunnar um fullar bætur til tjónþola því hún felur eftir sem áður í sér að hugtakið fullar bætur skuli hafa í för með sér að tjónþoli verði eins settur fjárhagslega og ef tjónið hefði aldrei orðið. Hvað sýnir umræddur hæstaréttardómur þá? Höfundur þessarar greinar er þeirrar skoðunar að dómurinn sýni beitingu 65. gr. stjórnarskrárinnar um meðferð dómsvaldsins í réttarframkvæmd og að hann sýni beitingu hennar sem efnislegs banns við mismunun í því samhengi. Dómurinn er stefnumarkandi að þessu leyti með tilliti til þess að í greinargerð virðist alls ekki gert ráð fyrir því að hinni almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar verði beitt um annað en meðferð löggjafarvaldsins. Verður nánar vikið að því í kafla 4 hér á eftir. Hins vegar ber að öðru leyti að fara varlega í það að draga of víðtækar ályktanir af dóminum. í málinu var ekki um að ræða fordæmi sem réttarheimild fyrir réttarreglu heldur viðtekna aðferð Hæstaréttar við sönnunar- og líkindamat á grundvelli tiltekinnar réttarreglu. Telja verður að Hæstarétti reynist léttara að beita 65. gr. stjórnarskrárinnar til þess að víkja frá slíkum háttum en fordæmum sem eru grundvöllur eiginlegra réttarreglna. Þegar komið er inn á svið réttar- 7 I skaðabótamálum þeim sem hér er fjallað um eiga reglur skaðabótalaga nr. 50/1993 með síðari breytingum ekki við, en þau tóku gildi þann 1. júlí 1993 og eiga aðeins við um tjón sem verður eftir þann dag. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.