Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 58
„öðrum þræði stefnuyfirlýsing“ í þá átt að hin almenna jafnræðisregla stjórnar-
skrárinnar sé ekki í eðli sínu efnisregla. Þvert á móti styður þessi hluti greinar-
gerðarinnar þá ályktun að svo sé þar sem umfjöllunin gengur einmitt út frá því
að um sé um að ræða efnisreglu og fjallar síðan nánar um hvert það efni er.
5.4 Niðurstaða
Niðurstaða mín er því sú að hin almenna jafnræðisregla stjórnarskrárinnar feli
í sér nokkurs konar samsuðu úr jafnræðisreglum megin fyrirmynda hennar, 14.
gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi. Þótt orðalagið um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum
sé það sama og í hluta 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg
réttindi verður ekki talið, gegn öllum hinum sterku vísbendingum í gagnstæða
átt sem hér að framan hafa verið raktar, að það ráði úrslitum um eðli hinnar
almennu jafnræðisreglu. Það ætti einnig að vera Ijóst af öllu framansögðu að
hin óheppilega athugasemd um að segja megi að í jafnræðisreglunni séu „ekki
beinlínis fólgin ákveðin efnisréttindi“57 getur ekki falið í sér að hin almenna
jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé ekki efnisregla sem feli í sér efnislega kröfu
á hendur ríkisvaldinu með samsvarandi rétti fyrir borgarana til þess að þurfa
ekki að sæta mismunun.
Þessi skilningur á hinni almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og greinar-
gerðinni virðist vera annar en sá sem settur var fram í umsögn Lögmannafélags
Islands um jafnræðisregluna. A grundvelli einangraðra orða greinargerðarinnar
um skort á ákveðnum efnisréttindum og hlutverk jafnræðisreglunnar sem
leiðbeiningarreglu er í umsögninni ályktað að svo virðist sem jafnræðisreglunni
sé ekki ætlað að vera efnisregla og hún geti aðeins varðað lagatúlkun. í um-
sögninni er auk þess gagnrýndur skortur á ákvæði um jafna lagavernd og að
reglan uppfylli ekki alþjóðlegar skuldbindingar Islands en þó er nefnt að í
greinargerðinni sé talað um jafna lagavernd sem valdi óskýrleika um túlkun
reglunnar að þessu leyti. Tilgangur umsagnar lögmannafélagsins er skýr; að
vara við óvissu um túlkun jafnræðisreglunnar og þeirri hættu að hún verði
túlkuð þannig að hún verði svipt allri efnislegri merkingu; að benda á að reglan
uppfylli ekki alþjóðlegar skuldbindingar Islands á sviði mannréttindaverndar
og að kalla eftir skýrara orðalagi eða skýringum við regluna.58
I þremur öðrum umsögnum sem lagðar voru fyrir stjómarskrárnefnd kemur
sama eða svipuð skoðun fyrir og í umsögn lögmannafélagsins að jafnræðisregla
sú sem lögð sé til sé ekki raunveruleg jafnræðisregla heldur aðeins leiðbein-
57 Greinargerð, bls. 16.
58 Sjá Lögmannafélags íslands: Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar-umsögn Lögmanna-
félags Islands um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins
íslands, nr. 33/1944, Reykjavík, 1995, bls 26-27.
114