Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 58
„öðrum þræði stefnuyfirlýsing“ í þá átt að hin almenna jafnræðisregla stjórnar- skrárinnar sé ekki í eðli sínu efnisregla. Þvert á móti styður þessi hluti greinar- gerðarinnar þá ályktun að svo sé þar sem umfjöllunin gengur einmitt út frá því að um sé um að ræða efnisreglu og fjallar síðan nánar um hvert það efni er. 5.4 Niðurstaða Niðurstaða mín er því sú að hin almenna jafnræðisregla stjórnarskrárinnar feli í sér nokkurs konar samsuðu úr jafnræðisreglum megin fyrirmynda hennar, 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þótt orðalagið um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum sé það sama og í hluta 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi verður ekki talið, gegn öllum hinum sterku vísbendingum í gagnstæða átt sem hér að framan hafa verið raktar, að það ráði úrslitum um eðli hinnar almennu jafnræðisreglu. Það ætti einnig að vera Ijóst af öllu framansögðu að hin óheppilega athugasemd um að segja megi að í jafnræðisreglunni séu „ekki beinlínis fólgin ákveðin efnisréttindi“57 getur ekki falið í sér að hin almenna jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé ekki efnisregla sem feli í sér efnislega kröfu á hendur ríkisvaldinu með samsvarandi rétti fyrir borgarana til þess að þurfa ekki að sæta mismunun. Þessi skilningur á hinni almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og greinar- gerðinni virðist vera annar en sá sem settur var fram í umsögn Lögmannafélags Islands um jafnræðisregluna. A grundvelli einangraðra orða greinargerðarinnar um skort á ákveðnum efnisréttindum og hlutverk jafnræðisreglunnar sem leiðbeiningarreglu er í umsögninni ályktað að svo virðist sem jafnræðisreglunni sé ekki ætlað að vera efnisregla og hún geti aðeins varðað lagatúlkun. í um- sögninni er auk þess gagnrýndur skortur á ákvæði um jafna lagavernd og að reglan uppfylli ekki alþjóðlegar skuldbindingar Islands en þó er nefnt að í greinargerðinni sé talað um jafna lagavernd sem valdi óskýrleika um túlkun reglunnar að þessu leyti. Tilgangur umsagnar lögmannafélagsins er skýr; að vara við óvissu um túlkun jafnræðisreglunnar og þeirri hættu að hún verði túlkuð þannig að hún verði svipt allri efnislegri merkingu; að benda á að reglan uppfylli ekki alþjóðlegar skuldbindingar Islands á sviði mannréttindaverndar og að kalla eftir skýrara orðalagi eða skýringum við regluna.58 I þremur öðrum umsögnum sem lagðar voru fyrir stjómarskrárnefnd kemur sama eða svipuð skoðun fyrir og í umsögn lögmannafélagsins að jafnræðisregla sú sem lögð sé til sé ekki raunveruleg jafnræðisregla heldur aðeins leiðbein- 57 Greinargerð, bls. 16. 58 Sjá Lögmannafélags íslands: Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar-umsögn Lögmanna- félags Islands um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, Reykjavík, 1995, bls 26-27. 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.