Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 16
fyrirtækis með yfirburðastöðu á markaði gætu falið í sér misnotkun þótt engri
sök væri fyrir að fara. Rétt er þó að hafa í huga að komi í ljós að sök er ekki
fyrir hendi þá getur slfkt haft áhrif á hvort athöfn verði talin fela í sér misnotkun
eða á fjárhæð sektar sem ekki er síður mikilvægt.
4.3 Breytni fyrirtækis
Á það hefur verið bent að hugtakið misnotkun felur í sér tvo efnisþætti í raun,
þ.e. „(1) athöfn sem hefur í för með sér (2) ákveðnar óæskilegar afleiðingar".29
Þessir tveir efnisþættir misnotkunarhugtaksins eru til nánari athugunar hér aftar
undir 5 og 6, en á hinn bóginn er hér rétt að benda á að einkenni athafnarinnar
eru breytileg frá einu tilviki til annars.
4.3.1 Aðgerðaleysi
í skilgreiningunni á misnotkun er vikið að því að návist hins ráðandi
fyrirtækis hafi veikt samkeppni á markaðinum. Jafnvel þótt þessi návist sé ekki
misnotkun í sjálfu sér þá verður fyrirtæki með markaðsráðandi aðstöðu að sýna
mikla varkárni til þess að raska ekki samkeppni. Sú spurning hefur vaknað
hvort aðgerðaleysi af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis geti falið í sér mis-
notkun. Við þessu hefur ekki komið viðhlítandi svar en hins vegar hefur
Evrópudómstóllinn fordæmt slíka hegðun af hálfu fyrirtækis með markaðs-
yfirráð án þess að beinlínis hafi verið krafist aðgerða.30 Það er því ekki hægt að
skera úr um það með óyggjandi hætti að aðgerðaleysi geti falið í sér misnotkun
á aðstöðu.
4.3.2 Hótanir
Það getur verið nægilegur grundvöllur að misnotkun ef sannað er að markaðs-
ráðandi fyrirtæki hafi hótað keppinaut sínum. Þetta má ráða af málinu AKZO
Chemie gegn framkvæmdastjórn ESB.31 I dóminum kom fram að AKZO
hefði reynt að þvinga keppinaut sinn til að víkja af markaðinum með hótunum
og þar með var skilyrðinu um misnotkun á markaðsráðandi stöðu fullnægt.
4.3.3 Þrýstingur
Misnotkun getur einnig verið fólgin í þrýstingi á viðskiptamann. I skýrslu
framkvæmdastjórnar ESB um European Sugar Cartel.32 segir m.a. að ráð-
29 Vogelenzang, Abuse of Dominant Position in Article 86, 13 CML Rev, bls. 66.
30 Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 272. Mál þessi eru
Höfner & Elser gegn Macrotron (1993) 4 CMLR 306 og Merci Convenzionali Porto di
Genova gegn Siderurgica Gabrielli (1991) ECR 1-5889.
31 AKZO Chemie gegn framkvæmdastjórn ESB (1991) ECR 1 3359; (1993) 5 CMLR 215.
32 Re the European Sugar Cartel (1976) 1 CMLR 295; (1975) ECR 1367.
72