Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 69
6. ERLENDIR GESTIR
Frú Mary Robinson, forseti írlands, heimsótti lagadeild 29. maí 1996 í
opinberri heimsókn sinni til Islands. Viðstaddir voru kennarar og starfsfólk
lagadeildar, auk 30 laganema.
Valdis Birkavs, utanríkisráðherra Lettlands, heimsótti lagadeild 14. október
1996, þegar hann var staddur hér á landi í opinberri heimsókn.
7. STÖÐUBREYTINGAR
Eftirfarandi breytingar hafa orðið á stöðum innan lagadeildar: Ragnheiður
Bragadóttir dósent frá 1. ágúst 1995; Davíð Þór Björgvinsson dósent frá 1.
mars 1996, prófessor frá 1. apríl 1996; Viðar Már Matthíasson prófessor frá 1.
ágúst 1996; Páll Hreinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, aðjúnkt til
tveggja ára, frá 1. október 1996 að telja.
8. STJÓRN ORATORS, FÉLAGS LAGANEMA, STARFSÁRIÐ 1995-
1996
Á aðalfundi Orators, sem haldinn var í október 1995, var Sigurður Kári
Kristjánsson kjörinn formaður stjórnar félagsins. Aðrir í stjórn voru kjörin
Stefán Árni Auðólfsson, varaformaður; Sigþór Guðmundsson, ritstjóri Úlfljóts;
Erna Hjaltested, skemmtanastjóri; Eva Margrét Ævarsdóttir, alþjóðaritari; Jón
Finnbogason, gjaldkeri og Reimar Snæfells Pétursson, funda- og menningar-
málastjóri.
9. FORSETASKIPTI
Björn Þ. Guðmundsson, prófessor, var kjörinn deildarforseti til tveggja ára frá
5. september 1996, og tók hann við því embætti af Þorgeiri Örlygssyni,
prófessor. Jónatan Þórmundsson, prófessor, var kjörinn varadeildarforseti til
sama tíma.
Björn Þ. Guðmundsson
SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS 27. FEBRÚAR
1996 - 28. FEBRÚAR 1997
1. STARFSLIÐ
Þessir kennarar voru í fullu starfi við Lagastofnun 1996-1997: Björn Þ.
Guðmundsson, Davíð Þór Björgvinsson, Eiríkur Tómasson, Gunnar G. Schram,
Jónatan Þórmundsson, Páll Sigurðsson, Ragnheiður Bragadóttir, Sigurður
Líndal, Stefán Már Stefánsson, Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson.
125