Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 14
3.4 Áhrifasvæði samkeppnisreglna
Það gildir um samkeppnisreglur eins og aðrar lagareglur að þær eiga einungis
að hafa áhrif á tilteknu svæði eða á tiltekin viðskipti. Samkeppnislögin nr.
8/1993 gilda t.a.m. aðeins um viðskipti sem ætlað er að hafa áhrif á íslandi, sbr.
1. mgr. 3. gr. laganna. Samkeppnisreglur ESB gilda með sama hætti aðeins
innan hins sameiginlega markaðar að svo miklu leyti sem viðskiptin hafa áhrif
á milliríkjaviðskipti aðildarríkjanna. Þetta leiðir til þess að innan hvers af
aðildarríkjunum gilda sérstakar samkeppnisreglur sem ná til viðskipta sem ekki
teljast milliríkjaviðskipti.
Sérstök vandamál skapast hins vegar þegar ákvörðun sem tekin er í landi utan
ESB hefur bein samkeppnishamlandi áhrif á hinum sameiginlega markaði ESB.
Undir slíkum kringumstæðum koma til skoðunar svokölluð framlengingaráhrif
(e. extra-territorial reach) samkeppnislaga, þ.e. lögin eru látin ná til aðila sem
eru utan lögsögu viðkomandi ríkis og er þá eftir atvikum með hvaða hætti
viðurlög ná fram að ganga.21
4. HVAÐ ER MISNOTKUN?
4.1 Hugtakið
Þess var getið hér að ofan að skilyrði fyrir beitingu 1. mgr. 86. gr. Rs. er að
fyrirtæki hafi markaðsyfirráð. Slík yfirráð á markaðinum eru í sjálfu sér ekki
brot á ákvæðum 86. gr. Það sem reglan bannar er hins vegar misnotkun á þessari
markaðsráðandi stöðu. Þetta má augljóslega leiða af orðalagi 1. mgr. greinar-
innar sem hefur verið staðfest af Evrópudómstólnum, sbr. t.d. málið Michelin
gegn framkvæmdastjórn ESB22 en þar sagði:
A finding that an undertaking has a dominant position is not in itself a recrimination
(reproach) but simply means that, irrespective of the reasons for which it has such a
dominant position, ihe undertaking concerned has special responsibility not to allow
its conduct to impair genuine undisturbed competition on the common market.23
Vandamálið eftir að komist hefur verið að þeiiri niðurstöðu að fyrirtæki hafi
markaðsráðandi aðstöðu er að ákvarða hvort athafnir fyrirtækisins feli í sér
misnotkun eða ekki. Aðgreining á milli leyfilegrar og óleyfilegrar hegðunar
samkvæmt 86. gr. er því grundvölluð á réttum skilningi á misnotkunarhugtak-
inu. Enga beina skilgreiningu á hugtakinu er að finna í Rómarsamningnum, en
í 2. mgr. 86. gr. eru hins vegar nefnd nokkur dæmigerð tilvik um misnotkun. Sú
21 Um þetta efni vísast að öðru leyti til fræðirita á sviði samkeppnisréttar, t.d. Richard Whish,
Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 370.
22 Michelin gegn framkvæmdastjórn ESB (1983) ECR 3461; (1985) 1 CMLR 282.
23 Michelin gegn framkvæmdastjóm ESB (1983) ECR 3461; (1985) 1 CMLR 282.
70