Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 53
blendin hvað varðar spuminguna um það hvort 65. gr. sé í eðli sínu ætlað að vera efnisregla, hæf til þess að mynda grundvöll kröfugerðar einstaklinga á hendur ríkisvaldinu. Hin áður tilvitnaða málsgrein slær því fram að í jafnræðisreglunni séu ekki beinlínis fólgin ákveðin efnisréttindi. Síðar í málsgreininni er því hins vegar slegið föstu að jafnræðisreglunni er ætlað að vera efnisleg mælistika á stjórn- skipulegt gildi laga sem felur í sér efnislegan rétt borgaranna til þess að þurfa ekki að sæta mismunun. Með þessu virðist hin tilvitnaða málsgrein hafa í sér fólgna ákveðna innri mótsögn. Hvemig getur reglan ekki átt að hafa í sér fólgin efnisréttindi ef hún á að vera mælikvarðinn sem almenn lög era metin eftir og hugsanlega vikið til hliðar? Það er óumdeild stjómskipunarvenja á Islandi að dómstólar geta vikið lögum til hliðar ef þau samræmast ekki stjórnarskránni.40 Með það í huga er augljóst að síðustu tvær setningar hinnar tilvitnuðu máls- greinar gera ráð fyrir því að dómstólar geti ákveðið að ákveðin lög a) feli í sér mismunun, b) samræmist því ekki stjómarskránni og c) beri því að víkja þeim til hliðar og ekki að veita þeim nokkurt lagalegt gildi. Þegar þetta er virt er alveg ljóst að hinni almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar var einmitt ætlað að fela í sér efnisreglu, þ.e. reglu um efnislegan rétt borgaranna til þess að þurfa ekki að sæta mismunun.41 40 Sjá Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands. 2. útg., Reykjavík 1978, bls. 419. Orðalagið „vikið til hliðar“ er notað til að lýsa því er dómstólar, án þess beinlínis að lýsa því yfir að lög séu ógild, virða þau að vettugi í úrlausnum sínum vegna þess að þau samræmist ekki stjórnarskránni. Þannig verða lögin f raun að dauðum bókstaf án nokkurs gildis þótt formlega séu þau enn í gildi. Sem dæmi um það er dómstólar víkja lögum til hliðar má nefna H 1986 706 og H 1992 1962 sem nánar verður getið hér á eftir. 41 í þessari grein verður hugtakið mismunun notað um það ástand sem skapast ef jafnræðis- reglan er brotin og er miðað við að hugtakið nái yftr enska hugtakið „discrimination". I íslenskri þýðingu á Mannréttindasáttmála Evrópu er hugtakið „discrimination“ í enska textanum (heldur óheppilega) þýtt sem „manngreinarálit", sjá enskan texta sáttmálans sem birtur er í The European Convention on Human Rights, Council of Europe, 1992, og íslenska þýðingu sem birt er í Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar: Reykjavtk, 1992, bls. 13-40. Hugtakið mismunun eins og það er notað hér fellur að ltkindum saman við hugtökin „mismunun“ og „manngreinarálit" eins og þau eru notuð í greinargerð, bls. 16-18, því ekki verður séð að greinargerðin geri efnislegan mun á því hvort hugtakið er notað. Þótt þessi grein fjalli ekki um inntak efnisréttinda jafnræðisreglna heldur aðeins það hvort jafnræðisregla íslensku stjórnarskrárinnar feli í sér efnisréttindi verður þess getið hér að greinarmunur milli tilvika getur í sjálfu sér verið lögmætur samkvæmt jafnræðisreglum og fer það eftir nánara efnislegu innihaldi þeirra hvemig það getur borið við. Til að greina á milli mismunandi meðferðar tilvika myndi hugtakið „mismunun" eða „discrimination" taka til óheimillar meðferðar tilvika samkvæmt tiltekinni jafnræðisreglu en hugtakið „greinarmunur“ eða „differentiation" væri þá heimil meðferð tilvika samkvæmt sömu reglu. Sjá t.d. umfjöllun um greinarmun og mismunun í sambandi við jafnræðisreglu 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hjá D. J. Harris, M. O’Boyle og C. Warbrick: Law of the European Convention on Human Rights, London, 1995, bls. 463. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.