Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 59
ingarregla og að skýra eða efnislega jafnræðisreglu vanti í frumvarpið.59 í engri
þessara umsagna er skýrt á hvaða grundvelli þessi túlkun á jafnræðisreglunni er
byggð og verður því ekki fjallað nánar um þær hér heldur aðeins vísað til þess
sem að framan er rakið.
í umsögn Mannréttindaskrifstofu Islands kemur fram að skrifstofan telji það
skref í rétta átt að innleiða jafnræðisreglu í stjórnarskrána. Hinsvegar eru
áhyggjur látnar í ljós þess efnis að sú jafnræðisregla sem lögð sé til muni aðeins
veita takmarkaða vernd gegn mismunun. Sérstaklega er þess getið að reglan
veiti ekki jafna lagavernd og leggi ekki jákvæðar skyldur á ríkið til að tryggja
jafnræði. Loks er bent á það að utan sviðs laga sem þegar hafi verið sett hafi
reglan litla þýðingu.60 Ekki verður skilið af umsögn mannréttindaskrifstofunnar
að hún telji alls ekkert efnislegt innihald felast í hinni almennu jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar heldur aðeins að hún telji það takmarkað um of.
Allar þær umsagnir sem greint hefur verið frá hafa þann tilgang að sækjast
eftir skýrari, betri og víðtækari jafnræðisreglu. Eðli sínu samkvæmt leggja þær
því sérstaka áherslu á það að regla frumvarpsins sé ófullkomin og hafi óvissa
þýðingu. Hinsvegar voru aðrar umsagnir lagðar fyrir stjórnarskrárnefnd þar
sem lýst var ánægju með regluna eða ekki gerðar athugasemdir við hana að því
leyti sem efni þessa kafla varðar.61
Tilraunir þeirra sem vildu breytingar á hinni almennu jafnræðisreglu frum-
varpsins reyndust ekki takast að því er varðar þau atriði sem fjallað er um í
59 Þetta eru eftirtaldar umsagnir: Rauði Kross íslands: Athugasemdir við frumvarp til
stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjómarskrá íslands, nr. 33/1944, dagsett f Reykjavík 31.
janúar 1995, óútgefnar, fáanlegar hjá nefndadeiid Alþingis, bls. 12; Barnaheill: Athugasemdir
við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá íslands nr. 33/1944,
dagsettar í Reykjavík 23. janúar 1995, óútgefnar, fáanlegar hjá nefndadeild Alþingis, bls. 3 og
Samtökin 78: Bréf til Stjórnarskrámefndar Alþingis, dagsett í Reykjavík 19. janúar 1995,
óútgefið, fáanlegt hjá nefndadeild Alþingis.
60 Mannréttindaskrifstofa íslands: Umsögn Mannréttindaskrifstofu íslands um endurskoðun
mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, dagsett í Reykjavík 2. febrúar 1995, óútgefm, fáanleg
hjá nefndadeild Alþingis, bls. 17.
61 í þessum umsögnum er lýst ánægju með regluna: Hjálparstofnun kirkjunnar: Bréf til
Stjórnarskrámefndar, dagsett í Reykjavík 31. janúar 1995, óútgefið, fáanlegt hjá nefndadeild
Alþingis, bls. 1; Bandalag háskólamanna-BHMR: Umsögn um fmmvarp til stjórnskipunar-
laga, dagsett í Reykjavík 23. janúar 1995, óútgefin, fáanleg hjá nefndadeild Alþingis, bls. 1
og Verslunarráð íslands: Bréf til Stjórnarskrárnefndar Alþingis, dagsett í Reykjavík 26. janúar
1995, óútgefið, fáanlegt hjá nefndadeild Alþingis, bls. 1. Eina gagnrýnin í umsögn íslands-
deildar Amnesty International varðaði upptalingu þeirra atriða sem óheimilt væri að byggja
mismunun á, sjá Amnesty International, íslandsdeild: Umsögn íslandsdeildar Amnesty
International um frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins
Islands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, dagsett í janúar 1995, óútgefin, fáanleg hjá
nefndadeild Alþingis, bls. 6.
115