Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 25
Samkeppnisráð að telja verði að almennt sé ekki unnt að skylda keppinauta til viðskipta þótt slíkt sé ekki útilokað við ákveðnar aðstæður. í því sambandi skipti máli hvort um sé að ræða staðgengdarvörur, hvort markaðsyfirráð séu byggð á ytri aðstæðum svo sem vegna landfræðilegrar einangrunar, eða hvort áður hafi komist á samningur á milli aðila. Samkeppnisráð taldi ekki um slíkt að ræða í þessu tilviki og benti m.a. á að með sölusynjun gagnvart verslunar- rekanda væri Bónus ekki að mismuna neytendum heldur að hafna því að starfa í hlutverki heildsala. Þá sagði að það væri ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir íhlutun samkeppnisyfirvalda að um væri að ræða skaðlega samkeppni. Kvartandi hafi ekki sýnt fram á að sölusynjun Bónuss í þessu tilfelli hafi skaðað samkeppni. Síðan segir Samkeppnisráð: „Telja verður að markaðsráðandi fyrirtæki sé óheimilt að setja ólíka skilmála í samskonar viðskiptum. Þannig verður eitt yfir alla neytendur að ganga, þ.e. þá sem ekki gera kaupin í atvinnuskyni. Á sama hátt verður eitt yfir alla endurseljendur að ganga“. Af hálfu Bónuss sem starfar í smásöluverslun var því hlutlægt og réttmætt skilyrði að hafna viðskiptum við endurseljendur, enda væri fyrirtækið að öðrum kosti skyldað til starfa fyrir keppinauta sína. Varðandi þann þátt sem snéri að skömmtun á vörum taldi Samkeppnisráð að slík takmörkun skaðaði ekki hagsmuni neytenda enda væri takmörkunin hlutlæg og réttmæt. Skilyrðið um hlutlægni felur m.a. í sér að ekki er heimilt að mismuna neytendum og skilyrðið um réttmæta og málefnalega ástæðu getur m.a. byggst á sannanlegri birgðastöðu fyrirtækisins. Almennur áskilnaður um að Bónus væri heimilt að verjast hamstri fullnægði að mati Sam- keppnisráðs ekki þessum skilyrðum en hins vegar væri heimilt að takmarka sölu við fyrirfram ákveðið og afmarkað magn enda væri slík takmörkun byggð á réttmætum sjónarmiðum og beitt með hlutlægum og almennum hætti. Kvörtuninni var á þessum forsendum hafnað. Annað dæmi um lögmæta sölusynjun er að finna í máli er varðar kvörtun Hotel Express International á Islandi á hendur Greiðslumiðlun hf.-VISA Island.63 Hotel Express byggir starfsemi sína á því að bjóða félagsmönnum afslátt af hótelverði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Af hálfu fyrirtækisins var óskað eftir viðskiptum við VISA Island en því var hafnað m.a. með þeim röksemdum að óvíst væri hvort Hotel Express gæti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart félagsmönnum sem myndu þá falla á VISA Island. Einnig taldi VISA Island ekki sjálfgefið að allir geti krafist þess að fá að gera samning við fyrirtækið. Samkeppnisráð vísaði til fræðirita um samningarétt varðandi samningafrelsi og b-liðar 17. gr. samkeppnislaga. I ákvörðunarorðum Samkeppnisráðs segir síðan að enginn samningur hafi verið í gildi milli Hotel Express og VISA ísland og því ekki hægt að færa rök fyrir því að valkostum viðskiptavina fækkaði við synjun VISA íslands um að gera samstarfssamning við Hotel Express. Þá hafi 63 Kvörtun Hotel Express Intemational á íslandi á hendur Greiðslumiðiun hf.-VISA fsland, ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 14/1994, Skýrsla Samkeppnisstofnunar 1994, bls. 38. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.