Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 53
blendin hvað varðar spuminguna um það hvort 65. gr. sé í eðli sínu ætlað að
vera efnisregla, hæf til þess að mynda grundvöll kröfugerðar einstaklinga á
hendur ríkisvaldinu.
Hin áður tilvitnaða málsgrein slær því fram að í jafnræðisreglunni séu ekki
beinlínis fólgin ákveðin efnisréttindi. Síðar í málsgreininni er því hins vegar
slegið föstu að jafnræðisreglunni er ætlað að vera efnisleg mælistika á stjórn-
skipulegt gildi laga sem felur í sér efnislegan rétt borgaranna til þess að þurfa
ekki að sæta mismunun. Með þessu virðist hin tilvitnaða málsgrein hafa í sér
fólgna ákveðna innri mótsögn. Hvemig getur reglan ekki átt að hafa í sér fólgin
efnisréttindi ef hún á að vera mælikvarðinn sem almenn lög era metin eftir og
hugsanlega vikið til hliðar? Það er óumdeild stjómskipunarvenja á Islandi að
dómstólar geta vikið lögum til hliðar ef þau samræmast ekki stjórnarskránni.40
Með það í huga er augljóst að síðustu tvær setningar hinnar tilvitnuðu máls-
greinar gera ráð fyrir því að dómstólar geti ákveðið að ákveðin lög a) feli í sér
mismunun, b) samræmist því ekki stjómarskránni og c) beri því að víkja þeim
til hliðar og ekki að veita þeim nokkurt lagalegt gildi. Þegar þetta er virt er
alveg ljóst að hinni almennu jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar var einmitt ætlað
að fela í sér efnisreglu, þ.e. reglu um efnislegan rétt borgaranna til þess að þurfa
ekki að sæta mismunun.41
40 Sjá Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands. 2. útg., Reykjavík 1978, bls. 419.
Orðalagið „vikið til hliðar“ er notað til að lýsa því er dómstólar, án þess beinlínis að lýsa því
yfir að lög séu ógild, virða þau að vettugi í úrlausnum sínum vegna þess að þau samræmist
ekki stjórnarskránni. Þannig verða lögin f raun að dauðum bókstaf án nokkurs gildis þótt
formlega séu þau enn í gildi. Sem dæmi um það er dómstólar víkja lögum til hliðar má nefna
H 1986 706 og H 1992 1962 sem nánar verður getið hér á eftir.
41 í þessari grein verður hugtakið mismunun notað um það ástand sem skapast ef jafnræðis-
reglan er brotin og er miðað við að hugtakið nái yftr enska hugtakið „discrimination". I
íslenskri þýðingu á Mannréttindasáttmála Evrópu er hugtakið „discrimination“ í enska
textanum (heldur óheppilega) þýtt sem „manngreinarálit", sjá enskan texta sáttmálans sem
birtur er í The European Convention on Human Rights, Council of Europe, 1992, og
íslenska þýðingu sem birt er í Alþjóðlegir mannréttindasáttmálar: Reykjavtk, 1992, bls.
13-40. Hugtakið mismunun eins og það er notað hér fellur að ltkindum saman við hugtökin
„mismunun“ og „manngreinarálit" eins og þau eru notuð í greinargerð, bls. 16-18, því ekki
verður séð að greinargerðin geri efnislegan mun á því hvort hugtakið er notað. Þótt þessi grein
fjalli ekki um inntak efnisréttinda jafnræðisreglna heldur aðeins það hvort jafnræðisregla
íslensku stjórnarskrárinnar feli í sér efnisréttindi verður þess getið hér að greinarmunur milli
tilvika getur í sjálfu sér verið lögmætur samkvæmt jafnræðisreglum og fer það eftir nánara
efnislegu innihaldi þeirra hvemig það getur borið við. Til að greina á milli mismunandi
meðferðar tilvika myndi hugtakið „mismunun" eða „discrimination" taka til óheimillar
meðferðar tilvika samkvæmt tiltekinni jafnræðisreglu en hugtakið „greinarmunur“ eða
„differentiation" væri þá heimil meðferð tilvika samkvæmt sömu reglu. Sjá t.d. umfjöllun um
greinarmun og mismunun í sambandi við jafnræðisreglu 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu
hjá D. J. Harris, M. O’Boyle og C. Warbrick: Law of the European Convention on Human
Rights, London, 1995, bls. 463.
109