Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Blaðsíða 16
fyrirtækis með yfirburðastöðu á markaði gætu falið í sér misnotkun þótt engri sök væri fyrir að fara. Rétt er þó að hafa í huga að komi í ljós að sök er ekki fyrir hendi þá getur slfkt haft áhrif á hvort athöfn verði talin fela í sér misnotkun eða á fjárhæð sektar sem ekki er síður mikilvægt. 4.3 Breytni fyrirtækis Á það hefur verið bent að hugtakið misnotkun felur í sér tvo efnisþætti í raun, þ.e. „(1) athöfn sem hefur í för með sér (2) ákveðnar óæskilegar afleiðingar".29 Þessir tveir efnisþættir misnotkunarhugtaksins eru til nánari athugunar hér aftar undir 5 og 6, en á hinn bóginn er hér rétt að benda á að einkenni athafnarinnar eru breytileg frá einu tilviki til annars. 4.3.1 Aðgerðaleysi í skilgreiningunni á misnotkun er vikið að því að návist hins ráðandi fyrirtækis hafi veikt samkeppni á markaðinum. Jafnvel þótt þessi návist sé ekki misnotkun í sjálfu sér þá verður fyrirtæki með markaðsráðandi aðstöðu að sýna mikla varkárni til þess að raska ekki samkeppni. Sú spurning hefur vaknað hvort aðgerðaleysi af hálfu markaðsráðandi fyrirtækis geti falið í sér mis- notkun. Við þessu hefur ekki komið viðhlítandi svar en hins vegar hefur Evrópudómstóllinn fordæmt slíka hegðun af hálfu fyrirtækis með markaðs- yfirráð án þess að beinlínis hafi verið krafist aðgerða.30 Það er því ekki hægt að skera úr um það með óyggjandi hætti að aðgerðaleysi geti falið í sér misnotkun á aðstöðu. 4.3.2 Hótanir Það getur verið nægilegur grundvöllur að misnotkun ef sannað er að markaðs- ráðandi fyrirtæki hafi hótað keppinaut sínum. Þetta má ráða af málinu AKZO Chemie gegn framkvæmdastjórn ESB.31 I dóminum kom fram að AKZO hefði reynt að þvinga keppinaut sinn til að víkja af markaðinum með hótunum og þar með var skilyrðinu um misnotkun á markaðsráðandi stöðu fullnægt. 4.3.3 Þrýstingur Misnotkun getur einnig verið fólgin í þrýstingi á viðskiptamann. I skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um European Sugar Cartel.32 segir m.a. að ráð- 29 Vogelenzang, Abuse of Dominant Position in Article 86, 13 CML Rev, bls. 66. 30 Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 272. Mál þessi eru Höfner & Elser gegn Macrotron (1993) 4 CMLR 306 og Merci Convenzionali Porto di Genova gegn Siderurgica Gabrielli (1991) ECR 1-5889. 31 AKZO Chemie gegn framkvæmdastjórn ESB (1991) ECR 1 3359; (1993) 5 CMLR 215. 32 Re the European Sugar Cartel (1976) 1 CMLR 295; (1975) ECR 1367. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.