Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 34
6.5 Kaupbætir (e. tie-in contracts)
6.5.1 Almennt
í d-lið 2. mgr. 86. gr. Rs. segir að óheimilt sé að gera það að skilyrði fyrir
samningsgerð að viðsemjandi taki á sig viðbótargreiðslur sem í eðli sínu eða
samkvæmt viðskiptavenju eru án tengsla við efni slíks samnings100 eða svokall-
aðan kaupbæti. Þetta álitaefni var m.a. til skoðunar í máli Hilti gegn fram-
kvæmdastjórn ESB.101 Fyrirtækið sem átti einkaleyfi á skothylkjalengjum
fyrir naglabyssur framleiddi einnig nagla fyrir byssurnar í samkeppni við aðra
aðila. I málinu var upplýst að stefna fyrirtækisins var að selja aðeins skothylkja-
lengjurnar til þeirra viðskiptavina sem keyptu einnig nagla frá fyrirtækinu.
Þetta var talið augljóst brot á 86. gr. Rs.
Sambærilegt dærni er að finna í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um
Tetra Pak (mál nr. II).102 Upplýst var að viðskiptavinir fyrirtækisins voru
skyldaðir til að kaupa pappaumbúðir og þjónustu frá Tetra Pak. Þetta var talið
misnotkun á markaðsráðandi stöðu.
Athyglisvert tilvik kom upp í einu af fyrstu málunum þar sem reyndi á 86. gr.
Rs., þ.e. í máli IBM gegn framkvæmdastjórn ESB.103 Eitt af kvörtunar-
efnunum var að IBM seldi tvær eða fleiri óskyldar vörur saman í pakka án þess
að gefa upp sérstakt verð (e. bundling), þ.e. hugbúnaðinn og móðurborð tölv-
unnar. Væntanlega er hér um dæmigerða misnotkun á aðstöðu að ræða en aðilar
málsins komust að samkomulagi áður en úrskurður var kveðinn upp.
6.5.2 Kaupbætir á afsláttarkjörum (e. tie-in discounts)
í máli Hoffman-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB104 var eitt af
kvörtunarefnunum að fyrirtækið var með afsláttarkerfi þar sem viðskiptavinur
sem keypti eina vöru fékk afslátt á öðrum vörum fyrirtækisins. Evrópu-
dómstóllinn taldi að þetta kerfi kæmi í veg fyrir að viðskiptamenn keyptu hjá
samkeppnisaðilum og væri því brot á d-lið 2. mgr. 86. gr. Rs.
A svipað vandamál reyndi í máli Michelin gegn framkvæmdastjórn
ESB.105 Fyrirtækið gaf 0,5% afslátt á hjólbörðum fyrir þungavinnuvélar ef
viðskiptamennirnir náðu tilteknu sölumarki fyrir venjulega hjólbarða. Fram-
kvæmdastjórnin taldi þetta brot á d-lið 2. mgr. 86. gr. Rs. Fyrir dóminum gaf
fyrirtækið þá skýringu að afsláttur þessi væri aðeins gefinn vegna tímabundins
skorts á hjólbörðum fyrir þungavinnuvélar, sem gerði það að verkum að
100 Hér er stuðst við þýðingu úr Evrópurétti Stefáns Más Stefánssonar, bls. 347.
101 Hilti gegn framkvæmdastjórn ESB [1992] 4 CMLR 16; [1991] ECR 1439; [1988] OJL
65/19.
102 Tetra Pak II [1992] 4 CMLR 551.
103 IBM gegn framkvæmdastjórn ESB [1981] ECR 2639; 3 CMLR 635. GVL [1981] 1
CMLR 221.
104 Hoffmann-La Roche gegn framkvæmdastjórn ESB [1979] ECR 461 [1979] 3 CMLR 211.
105 Michelin gegn framkvæmdastjórn ESB [1983] ECR 3461; [1985] 1 CMLR 282.
90