Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 18
ancillary market). Varðandi hið fyrrnefnda bendir Richard Whish36 á að niður- staða í máli Telemarketing gegn CLT37 bendi til þess að 86. gr. Rs. taki til misnotkunar á þeim markaði einnig. Whish gengur þó lengra og telur hann líklegast að 86. gr. taki einnig til misnotkunar á markaði sem ekki styður aðra starfsemi fyrirtækisins.38 A þetta vandamál hefur reynt í íslenskum sam- keppnisrétti m.a. í máli vegna kvörtunar Landssambands íslenskra raf- verkataka vegna Mjóikursamlags Borgfírðinga.39 Málavextir voru þeir að mjókursamlagið sendi dreifibréf til bænda þar sem því var lýst yfir að samlagið tæki að sér viðhald á mjaltabúnaði og kælitönkum á samlagssvæðinu. í bréfinu kom fram að bændur þyrftu aðeins að greiða 65% af vinnulaunum við viðgerðir og að ekki yrði innheimt gjald fyrir ferða- og vélakostnað. Var bændum jafn- framt bent á að snúa sér til ákveðins rafverktakafyrirtækis í Borgamesi. Lands- samband íslenskra rafverktaka gerði athugasemd við það að mjólkursamlagið sem hafði einkarétt til mjólkurvinnslu á svæðinu greiddi niður kostnað vegna rafmagnsviðgerða. Mjólkursamlagið gaf þær skýringar á bréfinu að nauðsyn- legt væri að beina bændum til aðila sem hefði sérþekkingu á viðgerðum á raf- búnaði kælitanka og mjaltakerfa. Þessu var hins vegar mótmælt af rafverktaka á svæðinu og féllst Samkeppnisráð á sjónarmið rafverktakans með vísan til þess að önnur mjólkurbú töldu ekki ástæðu til að hafa afskipti af rafviðgerðum. Samkeppnisráð sagði síðan í niðurstöðu sinni: Mjólkursamlagið hefur einkaleyfi til að safna og vinna úr mjólk hjá framleiðendum á samlagssvæðinu. Samlagið hefur í skjóli einkaréttarins og tengsla við bændur þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni í viðgerðum á rafbúnaði kælitanka og mjaltakerfa án þess að taka tillit til keppinauta á þeim markaði. Með því að greiða niður ákveðin viðskipti bænda við tiltekinn rafverktaka er samlagið að beina viðskiptum þeirra til hans. Þetta hlýtur að hafa skaðleg áhrif á samkeppnishæfni annarra rafverktaka á svæðinu og stríðir gegn markmiði samkeppnislaga og ákvæðum 17. gr. laganna.40 4.6 Tíminn Tíminn getur skipt máli varðandi mat á því hvort fyrirtæki verði talið hafa misnotað aðstöðu sína. Þetta sjónarmið kemur sjaldnast beint fram í fræðiritum en ljóst má vera að stofnanir ESB taka tillit til þess hvort ólögmæti háttsemi hins markaðsráðandi fyrirtækis stóð yfir í eina viku eða hvort um langvarandi 36 Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, hls. 274. 37 Centre Belge d’Etudes de Marche Telemarketing v. CLT (1985) ECR 3261; 1986 2 CMLR 558. Sjá einnig Re Euro-Port A/S v. Denmark (1994) 5 CMLR 457. 38 Richard Whish, Competition Law, (1993) Butterworths, London, bls. 275. 39 Kvörtun Landssambands fslenskra rafverktaka vegna Mjólkursamlags Borgfírðinga, ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 35/1994, bls. 127. 40 Sjá ákvörðun Samkeppnisráðs nr. 35/1994, bls. 130. 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.