Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 19
Reglunum var ætlað að stuðla að fyrirsjáanleika og réttaröryggi á þessu sviði,
með góðum fyrirvara fyrir gildistöku evrósins, í þágu atvinnulífs og neytenda í
aðildarríkjunum. Hugsanlegt er t.d. að gildistaka evrósins leiddi til þess að aðili
að samningi, sem er í mynt einstaks ríkis, bæri fyrir sig gildistöku evrósins og
rifti samningi vegna þess að ómögulegt væri eða óhagkvæmt að efna hann, að
gildistaka evrósins leiddi til þess að forsendur samningsins væru brostnar, eða
að skýra yrði samninginn með tilliti til sanngimissjónarmiða. Reglunum er
ætlað að koma í veg fyrir slíkan ágreining.10
Drög að reglugerð um lagalegan ramma við gildistöku evrósins, hér eftir
reglugerðardrögin,* 11 er önnur réttarheimild Evrópuréttarins. 109. gr. L (4) Rs.
(gr. 123 (4) þriðji liður Rs.) veitir ráðinu heimild til að grípa til þeirra aðgerða
sem nauðsynlegar eru fyrir gildistöku evrósins. Þessi grein verður þó ekki notuð
sem heimild fyrr en ljóst er hver aðildarríkjanna munu taka þátt, án undanþágu.
Reglurnar koma eingöngu til með að gilda í þeim aðildarríkjum sem taka þátt
og eingöngu þessi ríki hafa atkvæðisrétt um málið í ráðinu. Reglurnar verða því
samþykktar í sambandi við formlega ákvörðun um hver aðildarríkjanna full-
nægja skilyrðum til að taka þátt án undanþágu í þriðja áfanga Efnahags- og
myntbandalagsins. Sú ákvörðun verður væntanlega tekin í byrjun maí 1998.
Reglugerðirnar eru hluti Evrópuréttar og hafa, samkvæmt 189. gr. Rs. (249.
gr. Rs.), almennt gildi að öllu leyti og koma til framkvæmdar í þeim aðildar-
ríkjum sem þátt taka án sérstakrar lagasetningar. Ef misræmi er milli ákvæða
reglugerðanna og löggjafar aðildarríkis ganga ákvæði reglugerðanna framar í
samræmi við meginregluna um forgangsáhrif Evrópuréttar.
Reglugerðirnar munu gilda með sama hætti í öðrum aðildarríkjum þegar þau
uppfylla inntökuskilyrðin (samleitniskilyrðin) og ganga inn í evró-svæðið.12
Síðar bætast við núgildandi löggjöf Evrópubandalagsins reglur um einstök
atriði, eftir því sem aðstæður kreíjast. Þetta á m.a. við um spumingar um tvö-
faldar verðmerkingar („dual display“, þ.e.a.s. hvort sýna skuli verð bæði í gjald-
10 Framkvæmdastjórnin metur það svo að meginreglan um brostnar forsendur (principle of
frustration) og aðrar svipaðar meginreglur hafi ekki áhrif við gildistöku evrósins. „In all
jurisdictions [átt er við aðildarrfkin] several conditions normally have to be met to allow the
invoking of such principles: - there must be a severe disruption of circumstances underlying the
contract, which goes beyond the generally acceptable risk to be carried by one of the parties, - the
event must have been unforseeable. For virtually all existing contracts these conditions seem not to
be met in the case of EMU. The draft regulation nevertheless provides a clear statement of the
principle of continuity; it thereby enhances legal certainty and gives a clear signal to economic
agents against challenging existing contracts. This statement should also ensure that parties cannot
invoke „force majeure clauses" just because of the introduction of the euro“, sbr. European
Economy, „Legal framework for the use of the euro“, bls. 5.
11 Reglugerðardrögin eru tekin upp sem viðauki við ákvörðun Evrópska ráðsins frá júní 1997
(Amsterdam) og birt sem slík í Official Joumal, nr. C 236, 02.08.1997, bls. 7. Þar sem reglu-
gerðardrögin em óumdeild er hægt að byggja á þeim. Til einföldunar verður talað um reglugerðina
og reglugerðardrögin sem „reglugerðimar".
12 Sjá um „evró-svæðið“ neðanmálsgrein 4.
103