Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 70

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Síða 70
fjárveiting til bókakaupa í lagadeild árið 1997 var kr. 793.000 eða um kr. 1.770 fyrir hvem skráðan nemanda í deildinni. Er þetta langlægsta fjárveiting til deildar í háskólanum á hvern nemanda til bókakaupa, t.d innan við 10% af fjárveitingum til tannlæknadeildar og raunvísindadeildar og liðlega 20% af fjár- veitingum til bókakaupa í læknadeild. Vegna of lítilla fjárveitinga mörg undanfarin ár er nú svo komið að bókasafn lagadeildar stendur ekki undir nafni sem handbókasafn, hvað þá meira. Stöðu safnsins þarf því að bæta, annars vegar með einni fjárveitingu til þess að bæta upp hluta af þeim bókakosti sem ekki hefur verið hægt að kaupa undangengin ár og framvegis með fjárveitingum, sem nema a.m.k. fjórfaldri þeirri upphæð, sem nú er veitt til safnsins. Ef staða safnsins væri bætt þannig, væri hægt að skilgreina bókakaupastefnu þess svo: - að keyptar væru norrænar lögfræðibækur og öll helstu lögfræðitímarit, - að keyptar væm helstu bækur um Evrópurétt, sem gefnar eru út á norður- landamálum og ensku - að keyptar væru helstu bækur á sömu málum um alþjóðleg réttarsvið, svo sem sjórétt, flutningarétt, flugrétt, hafrétt, þjóðarétt, auðlindarétt, umhverf- isrétt, o.fl. Því er þetta rakið hér í svo löngu máli, að lagadeild biðlar ekki aðeins til Hollvinafélags lagadeildar um aðstoð heldur og til yfirstjórnar háskólans, sem hefur viðurkennt þennan sérstaka vanda deildarinnar, svo sem fram kemur í bréfi núverandi rektors, þar sem m.a. segir: „Vandi lagadeildar er hins vegar svo mikill - ekki aðeins vegna of lítilla fjárveitinga til kennslu, heldur einnig vegna skorts á rannsóknaraðstöðu, m.a. bókakaupum - að ég tel að Háskólinn eigi að gera sérstaka fjáröflunarherferð eingöngu í þágu þeirrar deildar“. 2.5 Endurmenntunarmál Á deildarfundi 27. júní var samþykkt með heimild í 2. mgr. 31. gr. reglu- gerðar fyrir Háskóla íslands nr. 98/1993 að standa fyrir endurmenntun kandí- data með þeim hætti að heimila takmörkuðum fjölda þeirra að taka þátt í námi í kjörgreinum, sem kenndar eru í lagadeild. Endurmenntunin fer fram í samráði við Lagastofnun Háskóla íslands og í samvinnu við félög starfandi lögfræðinga. Samningur milli Lagastofnunar f.h. lagadeildar Háskóla íslands, annars vegar og Lögmannafélags íslands, Lögfræðingafélags íslands og Dómarafélags ís- lands hins vegar var undirritaður þann 5. desember 1997. 2.6 Nýjar kennslugreinar Á deildarfundi 19. desember 1997 var samþykkt að kjörgreinarnar kvenna- réttur og ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar yrðu opnar stúdentum í 154
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.