Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 63

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 63
fyrir valinu til að nálgast þau markmið eins og frekast er unnt. Enda þótt réttar- kerfi EES sé ekki sjálfstætt í sama skilningi og réttarkerfi EB er EES-reglum ætlað að hafa áhrif að landsrétti aðildarríkjanna. Og ekki má gleyma því að einstaklingar gegna mikilvægu hlutverki á Evrópska efnahagssvæðinu sem handhafar réttinda sem rætur sínar eiga í EES-samningnum og njóta vemdar dómstóla. Það að einstaklingur gæti ekki krafist skaðabóta vegna tjóns sem hann hefur orðið fyrir vegna brots aðildarríkis gegn réttarreglum EES myndi veikja virk áhrif EES-samningsins og vernd þeirra réttinda sem af honum leiða. Röksemdir Evrópudómstólsins fyrir skaðabótaskyldu aðildarríkja í Francovich-málinu geta hér allt eins átt við og þær eiga við að EB-rétti. En að auki ber að leggja áherslu á mikilvægi Francovich-málsins við túlkun EES-samningsins og tillits- ins til einsleitni í þessu sambandi. Grundvallarregla EES-samningsins um einsleitni felur m.a. í sér það markmið að tryggja sömu réttarstöðu einstaklinga á öllu efnahagssvæðinu. Þótt því markmiði verði tæpast fullkomlega náð - a.m.k. ekki fyrr en EFTA-ríkin hafa framselt eiginlegt löggjafarvald til stofnana EES - ber að nálgast það eins og frekast er kostur. Verður að ætla að þetta sjónarmið feli í sér veigamestu rökin fyrir því að ekki er hægt að útiloka það að einstaklingur sem orðið hefur fyrir tjóni vegna samningsbrots aðildarríkis að EES-samningnum geti að EES-rétti krafið viðkomandi ríki skaðabóta. Þessi niðurstaða fær frekari stuðning í 3. gr. EES-samningsins sem leggur aðildarríkjum þá skyldu á herðar að gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningnum leiða. Ákvæðið var tekið upp í EES-samninginn að samnings- aðilum meðvituðum um það hvemig Evrópudómstóllinn hefur beitt 5. gr. Rómarsáttmálans í ákveðnum málum, m.a. til að tryggja virk áhrif EB-réttar og réttarvernd einstaklinga. Á móti niðurstöðunni má tefla fram þeim rökum að óvíst er, og jafnvel ólík- legt, að EFTA-ríkin hafi í samningaviðræðum um EES-samninginn gert ráð fyrir því að samningurinn kynni að fela í sér rétt einstaklinga til skaðabóta enda kemur það hvergi fram í samningstextanum. Þessi röksemd er þó ekki sannfær- andi. Einhliða vilji samningsaðila sem ekki kemur fram í EES-samningnum sjálfum getur varla vegið þungt við túlkun hans. Að auki eru í EES-samn- ingnum margar vísbendingar um það að samningnum sé ætlað að vera „lifandi“ í þeim skilningi að hann þróist sjálfstætt og taki breytingum án þess að samn- ingsaðilamir komi saman og endurskoði það sem upphaflega var um samið. Hér er þess að geta að samningsaðilarnir létu það ógert að setja í samningstextann þær reglur sem mótast hafa í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins þótt enginn vafi leiki á að sumum þeirra hafi verið ætlað að gilda að EES-rétti. Veitir það ótvíræða vísbendingu í þá átt að samningsaðilar hafi ekki hugsað sér að standa í vegi fyrir þróun EES-réttar í framtíðinni. Vilji þeirra og hugmyndir eins og þær voru við samningsundirritun skipta því litlu máli. 147

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.