Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 63

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Blaðsíða 63
fyrir valinu til að nálgast þau markmið eins og frekast er unnt. Enda þótt réttar- kerfi EES sé ekki sjálfstætt í sama skilningi og réttarkerfi EB er EES-reglum ætlað að hafa áhrif að landsrétti aðildarríkjanna. Og ekki má gleyma því að einstaklingar gegna mikilvægu hlutverki á Evrópska efnahagssvæðinu sem handhafar réttinda sem rætur sínar eiga í EES-samningnum og njóta vemdar dómstóla. Það að einstaklingur gæti ekki krafist skaðabóta vegna tjóns sem hann hefur orðið fyrir vegna brots aðildarríkis gegn réttarreglum EES myndi veikja virk áhrif EES-samningsins og vernd þeirra réttinda sem af honum leiða. Röksemdir Evrópudómstólsins fyrir skaðabótaskyldu aðildarríkja í Francovich-málinu geta hér allt eins átt við og þær eiga við að EB-rétti. En að auki ber að leggja áherslu á mikilvægi Francovich-málsins við túlkun EES-samningsins og tillits- ins til einsleitni í þessu sambandi. Grundvallarregla EES-samningsins um einsleitni felur m.a. í sér það markmið að tryggja sömu réttarstöðu einstaklinga á öllu efnahagssvæðinu. Þótt því markmiði verði tæpast fullkomlega náð - a.m.k. ekki fyrr en EFTA-ríkin hafa framselt eiginlegt löggjafarvald til stofnana EES - ber að nálgast það eins og frekast er kostur. Verður að ætla að þetta sjónarmið feli í sér veigamestu rökin fyrir því að ekki er hægt að útiloka það að einstaklingur sem orðið hefur fyrir tjóni vegna samningsbrots aðildarríkis að EES-samningnum geti að EES-rétti krafið viðkomandi ríki skaðabóta. Þessi niðurstaða fær frekari stuðning í 3. gr. EES-samningsins sem leggur aðildarríkjum þá skyldu á herðar að gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af samningnum leiða. Ákvæðið var tekið upp í EES-samninginn að samnings- aðilum meðvituðum um það hvemig Evrópudómstóllinn hefur beitt 5. gr. Rómarsáttmálans í ákveðnum málum, m.a. til að tryggja virk áhrif EB-réttar og réttarvernd einstaklinga. Á móti niðurstöðunni má tefla fram þeim rökum að óvíst er, og jafnvel ólík- legt, að EFTA-ríkin hafi í samningaviðræðum um EES-samninginn gert ráð fyrir því að samningurinn kynni að fela í sér rétt einstaklinga til skaðabóta enda kemur það hvergi fram í samningstextanum. Þessi röksemd er þó ekki sannfær- andi. Einhliða vilji samningsaðila sem ekki kemur fram í EES-samningnum sjálfum getur varla vegið þungt við túlkun hans. Að auki eru í EES-samn- ingnum margar vísbendingar um það að samningnum sé ætlað að vera „lifandi“ í þeim skilningi að hann þróist sjálfstætt og taki breytingum án þess að samn- ingsaðilamir komi saman og endurskoði það sem upphaflega var um samið. Hér er þess að geta að samningsaðilarnir létu það ógert að setja í samningstextann þær reglur sem mótast hafa í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins þótt enginn vafi leiki á að sumum þeirra hafi verið ætlað að gilda að EES-rétti. Veitir það ótvíræða vísbendingu í þá átt að samningsaðilar hafi ekki hugsað sér að standa í vegi fyrir þróun EES-réttar í framtíðinni. Vilji þeirra og hugmyndir eins og þær voru við samningsundirritun skipta því litlu máli. 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.